Reðursafnið til Húsavíkur?

Þreifingar hafa verið í gangi um hugsanlegan flutning á Íslenska reðursafninu frá Reykjavík til Húsavíkur og hefur m.a. verið horft til Hlöðufells sem heppilegs húsnæðis undir safnið. Þetta kemur fram á fréttavefnum Skarpi.is á Húsavík.

Haft er eftir Reinhard Reynissyni, bæjarstjóra, að eigandi safnsins hafi komið til Húsavíkur, litið á aðstæður þar og rætt við bæjaryfirvöld og fleiri aðila um málið. Séu aðilar sammála um að fá niðurstöðu fyrir vorið.

Skarpur.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert