Búnaði stolið úr rútu á Hvolsvelli

Brotist var inn í litla rútu sem stóð fyrir utan hótel Mosfell á Hellu síðla nætur eða í morgun og stolið úr henni m.a. talstöð og NMT-síma.

Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli er talið að þjófnaðurinn hafi átt sér stað milli klukkan 5 og 7 í morgun. Mikill flýtir virðist hafa verið á þeim sem þar var eða voru að verki því af verksummerkjum voru tólin beinlínis slitin frá festingum og leiðslum.

Lögreglan biður fólk sem kann að hafa orðið mannaferða við rútuna vart að láta sig vita í síma 488 4111.

mbl.is