Jepplingi ekið á hross

Á áttunda tímanum í kvöld var jepplingi ekið á hross við Flatey á Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu. Tveir menn sem voru í bílnum sluppu án sjáanlegra meiðsla en hrossið drapst við áreksturinn, að sögn lögreglunnar á Höfn í Hornafirði. Jepplingurinn er mikið skemmdur. SLæmt skyggni var þegar óhappið varð.

mbl.is