Danskur sigur á Norðurlandamóti í pípulögnum

Henrik Hansen, 22 ára gamall pípulagnanemi frá Kruså í Danmark, fór með sigur af hólmi á Norðurlandamótinu í pípulögnum, sem lauk í Perlunni í dag. Hinir keppendurnir fjórir voru úrskurðaðir jafnir í öðru sæti en þeir voru Tómas Ingi Helgason, Svíinn David Josefsson, Finninn Henri Koskinen og Norðmaðurinn Markus Kaltvedt. Þetta var fjórða Norðurlandamótið í pípulagningalistinni, og í fyrsta skipti sem keppnin er haldin hér á landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka