Segist telja tölvugögn sem Baugsmál byggist á vera fölsuð

Kristín Edwald, verjandi Kristínar Jóhannesdóttur, sagði í fréttum Útvarpsins að umbjóðandi hennar hefði ástæðu til að ætla að tölvugögn, sem saksóknari byggir ákæru sína í Baugsmálinu á, séu fölsuð. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í dag á kröfu verjenda Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Kristínar og Tryggva Jónssonar, um að dómskvaddir menn meti hvort tölvugögnin séu fölsuð eða ekki.

Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari í málinu, krafðist þess fyrir dómi að kröfunni yrði vísað frá. Fram kom í fréttum Útvarps, að hann taldi matsmenn þegar hafa svarað spurningum um áreiðanleika gagnanna og vildi ekki tefja málið meira en þegar er orðið. Hann hefur þrjá daga til að kæra úrskurð héraðsdóms til Hæstaréttar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert