Jón Baldvin Hannibalsson verður gestakennari við Háskóla Íslands

Jón Baldvin Hannibalsson.
Jón Baldvin Hannibalsson. mbl.is/Ómar
Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, verður gestakennari námskeiðs um alþjóðasamskipti fyrir meistaraprófsnema í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands á næsta skólaári. Samkennari hans verður Baldur Þórhallsson, dósent í stjórnmálafræði.

Jón Baldvin kvaðst hafa verið beðinn öðru hvoru að flytja fyrirlestra við háskólana hér frá því hann sneri heim frá störfum erlendis. Meðan á dvöl hans ytra stóð var hann oft beðinn að flytja fyrirlestra við háskóla í Bandaríkjunum, Finnlandi og Eystrasaltslöndunum. Þar fjallaði hann m.a. um norræna velferðarríkið, um muninn á evrópska velferðarríkinu og bandaríska kapítalismanum, um þróunarmódel og mismunandi árangur ríkja í þróun frá fátækt til sjálfbærrar efnahagsþróunar út frá ýmsum dæmum.

Háskóli Íslands fékk Jón Baldvin til að halda fyrirlestur fyrir meistaraprófsnema í alþjóðastjórnmálum um stefnumótun í utanríkismálum. Hugmyndin að námskeiðinu kviknaði í framhaldi af því.

Rætt er við Jón Baldvin í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert