Jón Ásgeir: Því verður vart trúað að saksóknari hafi hugleitt endurákæru

Jón Ásgeir Jóhannesson ásamt Gesti Jónssyni, lögmanni sínum.
Jón Ásgeir Jóhannesson ásamt Gesti Jónssyni, lögmanni sínum. mbl.is/Ómar

Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, segir í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér undir kvöld, að því verði vart trúað að Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari í Baugsmáli, hafi hugleitt í alvöru að ákæra í málinu í þriðja skipti eftir þá dóma sem gengið höfðu.

Yfirlýsing Jóns Ásgeirs er eftirfarandi:

    Í ljósi þess að settur Ríkissaksóknari, Sigurður Tómas Magnússon, hefur ákveðið ákæra ekki í þriðja skiptið í viðamesta lið ákærunnar í Baugsmálinu svokallaða, er rétt að koma eftirfarandi á framfæri:

    Ég hef frá upphafi sagt að þessi ákæruliður, sem oft hefur verið kenndur við 10-11 verslanirnar, snúist um viðskipti og ekkert annað. Þetta hafa dómstólar staðfest bæði héraðsdómur og Hæstiréttur. Það var því einkennilegt að þurfa að sitja undir því svo vikum skipti að Sigurður Tómas Magnússon segðist vera að velta því fyrir sér að ákæra í þriðja sinn af þessu tilefni. Því verður vart trúað að slíkt hafi hann hugleitt í alvöru eftir þá dóma sem gengið höfðu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert