Alvarlegt vinnuslys við stöðvarhús Kárahnjúkavirkjunar í Fljótsdal

Starfsmaður Landsnets slasaðist alvarlega við störf við aðgöng 1 fyrir ofan stöðvarhús Kárahnjúkavirkjunar í Fljótsdal í morgun. Að sögn Óskars Bjartmarz yfirlögregluþjóns á Egilsstöðum er lögreglan á staðnum, en ekki er vitað nánar um tildrög slyssins, eða meiðsl.

mbl.is