Um kílómetra löng olíubrák við Wilson Muuga

Flak Wilson Muuga er nánast komið að ströndinni, eins og ...
Flak Wilson Muuga er nánast komið að ströndinni, eins og sést á þessari mynd, sem tekin var í dag. mbl.is/Ómar Smári
Svartolía byrjaði í dag að leka úr flaki flutningaskipsins Wilson Muuga á strandstað við Hvalsnes. Liggur olíutaumur í átt til lands. Umhverfisstofnun segir, að um miðjan dag í dag á háfjöru virðist hafa náð að vatna undan botngeymum þar sem enn er svartolíu að finna og þá hafi svartolía byrjað að leka úr rifnum botntönkum skipsins.

Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun segir, að enn eitt illviðrið hafi gengið yfir Suðvesturland í nótt og yfir Wilson Muuga þar sem skipið situr strandað við Hvalsnes. Nú sé það versta yfirstaðið þar sem saman hafi farið hæsti straumur, áhlaðandi og mikill vindur, þótt spáð sé belgingi í nótt.

Í morgun þegar starfsmenn á vegum Umhverfisstofnunar fóru um borð með þyrlu Landhelgisgæslu Íslands var ástand skipsins að mestu leyti óbreytt. Olíusmit, sennilega smurolía úr vélarrúmi, barst frá skipinu. Skipið situr stöðugt á fjörunni, hefur þó færst eilítið nær landi síðustu nótt og situr því hærra.

Umhverfisstofnun segir, að um miðjan dag á háfjöru virðist hafa náð að vatna undan botngeymum þar sem enn er svartolíu að finna og þá hafi svartolía byrjað að leka úr skipinu. Meðal verkefna í skipinu í dag var að setja einstreymisloka á öndunarop sem liggur frá botngeymunum upp á yfirborð. Þegar því verki var lokið dró umtalsvert úr lekanum og þegar farið var frá borði var ástandið þannig að flekkurinn hafði slitnað frá skipinu.

Fulltrúar frá heilbrigðiseftirliti Suðurnesja og umhverfisnefnd Sandgerðis skoðuðu fjörur við strandstað og í næsta nágrenni og olíubrák sást, um kílómeter á lengd og um 200 metra breið. Brákin er ekki samfelld en þó hafði olía safnast í einstökum víkum. Við fjörukönnun sást enginn olíublautur fugl en vegna mikils fuglalífs er að sögn Umhverfisstofnunar talið sennilegt að fugl muni lenda í þessari olíu.

Með flóði og auknu brimi samfara vaxandi vindi nú með kvöldinu eykst hreinsimáttur náttúrunnar og því munu náttúruöflin sjá um að brjóta olíuna niður í nótt.

Áætlað er að fljúga yfir svæðið strax í birtingu til könnunar á olíuflekk og senda mann í skipið þannig að hægt sé að kíkja í lestar og geyma. Gengnar verða fjörur og fylgst verður með skipinu af og til. Í framhaldi af þessu verður staðan endurmetin.

mbl.is

Innlent »

Íslendingar forðast ferðamannastaði

12:18 Rúmlega fimmtungur Íslendinga sagði fjölda erlendra ferðamanna á Íslandi hafa haft áhrif á ferðaáætlanir sínar sumarið 2018, en heldur dró úr meðalfjölda ferða íbúa höfuðborgarsvæðisins út fyrir búsetusvæði samanborið við fyrri kannanir Vegagerðarinnar. Meira »

Lét greipar sópa í fríhöfninni

11:58 Erlendur karlmaður var á föstudaginn staðinn að því að stela fjórtán kartonum af sígarettum úr fríhafnarverslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hann hafði keypt sér flugmiða til London en fór aldrei út úr flugstöðinni heldur lét greipar sópa í fríhöfninni og ætlaði síðan að yfirgefa hana. Meira »

Segir vellíðan ekki nást með valdboði

11:52 Fjölskylduábyrgð hefur tekið miklum breytingum síðustu ár og áratugi. Staðan er breytt frá því þegar karlmenn voru fyrirvinnur, sá tími er sem betur fer liðinn, en nú leitar fólk að jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Meira »

Leggja til friðlýsingu tveggja vatnasviða

11:41 Umhverfisstofnun hefur lagt fram til kynningar tillögur að friðlýsingu vatnasviða Jökulsár á Fjöllum í Þingeyjarsýslu og Markarfljóts í Rangárvallasýslu á grundvelli flokkunar svæðanna í verndarflokk verndar- og orkunýtingaráætlunar. Meira »

Vara við svikastarfsemi á Seltjarnarnesi

11:41 Lögreglan varar íbúa á Seltjarnarnesi við því að kaupa þjónustu manna sem hafa farið á milli húsa þar, og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu, og boðist til að spúla innkeyrslur, glugga eða þök gegn gjaldi. Meira »

Stærri skjálftinn reyndist 4,6 stig

10:58 Stærri skjálftinn sem varð í Bárðarbungu í nótt reyndist 4,6 stig að stærð en ekki 3,3 stig eins og áður hafði komið fram. Hinn skjálftinn sem var yfir þremur stigum og mældist 3,5 stig var hins vegar rétt mældur. Meira »

Slökkviliðið æfir í reykfylltu húsi

10:56 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið við æfingar í húsi sem stendur til að rífa við Lækjarfit í Garðabæ.  Meira »

17 ára á 161 km hraða

10:12 Lögreglan á Suðurnesjum hefur á síðustu dögum kært ellefu ökumenn fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók var sautján ára piltur og mældist bifreið hans á 161 km/klst. hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Meira »

Íslendingar alltaf að hugsa um vinnuna

09:16 Það skiptir miklu máli að við sköpum samfélag með jafnvægi milli heimilis og vinnustaðar, þar sem fólk getur lifað af launum sínum, sinnt fjölskyldu sinni og haft sín áhugamál. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á ráðstefnu um vellíðan á vinnustað á vegum Hagvangs í dag. Meira »

Á að byggja á mati fjölmiðlamanna

08:22 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að almennt sé afstaða félagsins sú að það eigi að vera mat fjölmiðlamanna hvað varði almenning. Meira »

Þrýstingur á vegabætur

08:18 Það dró úr meðalfjölda ferða fólks út fyrir búsetusvæði á liðnu sumri, miðað við fyrri kannanir. Þetta átti sérstaklega við um höfuðborgarsvæðið og er spurning hvort rigningin hafði þessi áhrif. Meira »

Banaslysum barna hefur fjölgað

07:57 Tíu einstaklingar á aldrinum 0-16 ára létust í umferðinni á tímabilinu 2013-2017, samanborið við aðeins tvo á árunum 2008-2011. Meira »

Góða veðrið nýtt til hins ýtrasta í malbikuninni

07:37 Malbikunarhópur greip tækifærið sem gafst með þurra veðrinu í gær og malbikaði þennan vegspotta í Breiðholtinu.   Meira »

Malbikað á Vesturlandsvegi

07:32 Stefnt er að því að malbika hægri akrein á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ, á milli hringtorga við Álafossveg og Reykjaveg.  Meira »

Kveikt í strætóskýli

06:55 Kveikt var í strætóskýli við Ártúnsbrekku í gærkvöldi en greiðlega gekk að slökkva eldinn að sögn varðstjóra í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Mjög mikið hefur verið um sjúkraflutninga. Meira »

Vélarvana norður af Húnaflóa

06:44 Björgunarbátur er á leiðinni til þess að aðstoða áhöfn vélarvana báts norður af Húnaflóa. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er engin hætta á ferðum. Meira »

Hangir þurr víða

06:28 Útlit er fyrir hægan vind á landinu í dag. Það ætti að verða þurrt nokkuð víða en þó ber að nefna að úrkomusvæði lónar yfir syðsta hluta landsins og gefur einhverja rigningu eða slyddu með köflum á þeim slóðum. Meira »

Stórir skjálftar við Bárðarbungu

05:50 Rétt eftir miðnætti mældust tveir jarðskjálftar í Bárðarbungu af stærð 3,3 og 3,5. Engin merki eru um gosóróa að sögn sérfræðings á jarðvársviði Veðurstofu Íslands. Meira »

53% aukning í ráðgjöf um síldarafla

05:30 Gert er ráð fyrir tæplega 53% aukningu afla úr norsk-íslenska síldarstofninum á næsta ári í ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins, ICES. Meira »
Mjög góður Runó Megane
Runó Mjög góður Runó til sölu. Bíllinn er mjög vel og lítið ekinn eða 162.000 k...
ÞÝSKAR KERRUR _ FJÖLNOTA OG MEÐ STURTUM
L: 251,305,405,502,611 x B: 153,178,183,203,223 cm, burður 1350 til 3500 kg. Stu...
Fasteignir
Ertu að leita að fasteignasala ? Frítt söluverðmat, vertu í sambandi sími ...
Einn sá öflugasti
JAKINN Einn sá öflugasti og verklegasti Ford 7,3 Power Stroke, Skráður frá framl...