Fellt á fundi Framtíðarlandsins að bjóða fram til Alþingis

Frá atkvæðagreiðslu á fundi Framtíðarlandsins í kvöld.
Frá atkvæðagreiðslu á fundi Framtíðarlandsins í kvöld. mbl.is/ÞÖK

Fellt var í atkvæðagreiðslu á félagsfundi í Framtíðarlandinu í kvöld að bjóða fram til Alþingis í nafni félagsins í vor. Alls greiddu 189 atkvæði á fundinum. 92 studdu tillögu um framboð, 96 greiddu atkvæði gegn henni og einn seðill var auður. Á kjörskrá voru 2708. Stjórn félagsins hafði lýst því yfir, að 2/3 hluta atkvæða þyrfti til að tillaga um framboð teldist samþykkt.

Tillagan um framboð var lögð fram af stjórn félagsins sem einnig lagði drög að stefnuskjali fyrir fundinn.

Framtíðarlandið, félag áhugafólks um framtíð Íslands, var stofnað 17. júní í fyrra. Félaginu var ætlað að verða þverpólitískur vettvangur fyrir þá, sem væru í vafa um að framtíðaráform stjórnvalda séu landi og þjóð fyrir bestu. Því er einnig ætlað að upplýsa, gagnrýna og varpa fram hugmyndum til að hafa áhrif á framtíðarmynd Íslands og efla lýðræði og lýðræðislega umræðu á Íslandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert