Slökkvilið og lögregla á vakt í alla nótt

mbl.is/júlíus

Slökkvilið og lögregla voru á vakt í alla nótt við húsin að Lækjargötu 2 og Austurstræti 22 sem gjöreyðilögðust í eldi í gær en búist var við miklum mannfjölda í miðbæinn þar sem frídagur er hjá flestum í dag. Slökkviliðsmenn unnu mikið þrekvirki í baráttu sinni við stórbruna í húsunum í gær.

Eldurinn var gífurlega erfiður við að eiga og á milli 80 og 100 manns voru við slökkvistarf frá því rétt eftir klukkan tvö og fram á kvöld. Ljóst er að eyðilegging er mikil, sárið sem eftir situr stórt og þörf á brýnu hreinsunar- og uppbyggingarstarfi á reitnum. Að sögn lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu er talið líklegt að kviknað hafi í út frá loftljósi í söluturni sem stendur á milli bygginganna

Slökkvistarf gekk þó vel og var stórum hópi slökkviliðsmanna skipt upp. Miðuðu aðgerðir m.a. að því að verja nærliggjandi hús, s.s. Iðuhúsið og Hressingarskálann. Gekk það vel og hefur þar veðrið átt stóran þátt en fremur kyrrt veður var í borginni. Nokkuð góð stjórn var komin á eldsvoðann í Lækjargötu 2 um þrjúleytið en verr gekk að ráða niðurlögum eldsins í Austurstræti 22, þar sem Pravda var til húsa. Þakið var rifið af smátt og smátt og vatni sprautað á af miklum ákafa á meðan. Á um hálftíma náðu slökkviliðsmenn stjórn á eldinum og beið þá það verk að tryggja að allur eldur væri slokknaður og að hann myndi ekki taka sig upp aftur. Slökkvilið var á vakt við húsið í alla nótt auk lögreglu, en búist var við miklum mannfjölda í miðbæinn þar sem frídagur er hjá flestum í dag.

Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að rannsókn málsins miði vel. Tæknideild og rannsóknardeild komu snemma á vettvang og ræddu þá þegar við nokkur vitni

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert