Vilja að stjórnvöld grípi til aðgerða á Flateyri

Félag Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs í Ísafjarðarbæ vill að nú þegar verði gripið til aðgerða af hálfu stjórnvalda og Ísafjarðarbæjar svo koma megi í veg fyrir atvinnuleysi og búsetuflótta frá Flateyri.

„Mikilvægt er að íbúar sjávarbyggða vítt og breytt um landið fái um það skýr skilaboð frá stjórnvöldum hvernig bregðast eigi við aðstæðum sem nú eru uppi á Flateyri og geta blasað við öðrum sjávarbyggðum hvenær sem er við núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi sem er alfarið á ábyrgð stjórnvalda. Krafa íbúa sjávarbyggðanna er að grunnréttur þeirra til auðlinda fiskimiðanna sé tryggður til frambúðar og þar með atvinnu og búsetu öryggi," segir í ályktuninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert