Jakob: „Sýknaður af verulegum hluta“

Jakob R. Möller, verjandi Tryggva Jónssonar.
Jakob R. Möller, verjandi Tryggva Jónssonar. Guðmundur Rúnar Guðmundsson

„Það er augljóst af ákvörðun málsvarnarlauna að hann er sýknaður af verulegum hluta af þessum fjárdráttarákæruliðum, sem felast í 19. liðnum,“ segir Jakob R. Möller, verjandi Tryggva Jónssonar sem var sakfelldur fyrir fjárdrátt í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Tryggvi hlaut þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdráttinn sem bætist við þá níu mánaða skilorðsbundna refsingu sem hann hlaut áður. Jakob telur sennilegt að Tryggvi muni ekki una dóminum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert