Ekki gert ráð fyrir framkvæmdum við Sundabraut á næsta ári

Fyrirhuguð lega Sundabrautar.
Fyrirhuguð lega Sundabrautar.

Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ári er gert ráð fyrir að 1530 milljóna króna framlagi, sem fyrirhugað var til Sundabrautar á næsta ári, verði frestað. Útgjöld til Vegagerðarinnar eru áætluð 33,2 milljarðar króna og er það 14,1 milljarðs hækkun að raungildi frá gildandi fjárlögum.

Stærstur hluti hækkunarinnar eru útgjöld til framkvæmda. Þar af eru 7,2 milljónir sá hluti af söluverði Landssíma Íslands, sem ákveðið hafði verið að veita til vegaframkvæmda en 6,2 milljarðar eru hækkun framlags til samræmis við samgönguáætlun að teknu tilliti til flýtingu framkvæmda sem mótvægisaðgerð vegna niðurskurðar á þorskkvóta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert