Segja sérlög gilda um sölu eigna á varnarsvæðinu

„Þetta er algjörlega byggt á misskilningi. Ég er undrandi á umræðunni, þar sem sett voru sérstök lög um þessar eignir. Í framhaldinu var ákveðið að stofna Þróunarfélagið um söluna á eignunum og gerður þjónustusamningur milli ríkisins og félagsins um það hvernig að sölunni yrði staðið,“ segir Magnús Gunnarsson, formaður Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar (ÞK).

Lögin sem Magnús vísar í eru nr. 176/2006, en þar segir í 4. gr. að heimilt sé að „fela Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar ehf. að annast í umboði ríkisins umsýslu fasteigna á svæði sem koma á hið fyrsta í arðbær borgaraleg not“. Í þjónustusamningnum, sem undirritaður var 8. desember 2006 og nálgast má á vef Þróunarfélagsins (kadeco.is), segir undir liðnum 5.3 að verksali (þ.e. Þróunarfélagið) skuli stefna að sölu þeirra eigna sem samningurinn fjalli um „eins fljótt og unnt er&ldquo.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert