Samtök atvinnulífsins gagnrýna jafnréttisfrumvarp harðlega

Samtök atvinnulífsins gera alvarlegar athugasemdir við fjölmörg atriði stjórnarfrumvarps til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla en frumvarpið er nú til meðferðar á Alþingi. Segja SA m.a., að Jafnréttisstofu sé í frumvarpinu veitt opin heimild til gagnasöfnunar og fyrirtæki geti af minnsta tilefni verið skylduð til að leggja fram mikið magn af þýðingarlausum gögnum með tilheyrandi fyrirhöfn og kostnaði.

Segjast samtökin taka hins vegar skýrt fram, að þau eru sammála því markmiði frumvarpsins að koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kvenna og karla og jafna þannig stöðu kynjanna. Samstaða sé um það í atvinnulífinu að vinna skuli gegn kynbundinni mismunun.

Samtökin séu hins vegar ósammála þeim aðferðum, sem gert sé ráð fyrir í frumvarpinu og birtast í afar íþyngjandi kröfum um skýrslugerð, rökstuðning ráðninga og afhendingu gagna auk viðurlaga í formi dagsekta. Áhersla sé þannig lögð á eftirlit og þvingunaraðgerðir frekar en samstarf, leiðbeiningar og hvatningu sem samtökin telji vænlegri leið til árangurs.

Umsögn SA um frumvarpið

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert