Hart barist um höfundarréttinn á torrent-síðum

Eftir lokun vefsíðunnar torrent.is, þar sem netverjar gátu nálgast afþreyingarefni til niðurhals, hafa þrjár aðrar slíkar vefsíður sprottið upp. Ómar Daði Sigurðsson er skrifaður fyrir síðunni dci.is, en hann segist ekki ætla að halda rekstri hennar áfram.

„Það er ekki vegna þess að við séum eitthvað hræddir við SMÁÍS heldur vegna þess að vesenið er bara svo mikið í kringum þetta. Við ætlum að gefa lénið og þá munum við ekki lengur stjórna síðunni. Hvenær þetta gerist veit ég ekki með vissu," sagði Ómar og bætti við: „Mér finnst líka SMÁÍS ganga of langt í þessu máli öllu. Þeir hefðu betur gengið að samningaborðinu því þá horfði málið öðruvísi við. Ef notendur borguðu til dæmis 1000 krónur á mánuði gegn ótakmörkuðu niðurhali þá myndi það skila sér í ágætistekjum. En við erum líka með lögfræðinga og teljum okkur standa réttum megin við lögin."

Snæbjörn Steingrímsson hjá SMÁÍS sagðist vita af vefsíðunum og þær væru næstar í röðinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina