Fasteignasamningar kynntir á nefndarfundi

Frá fundi á Alþingi.
Frá fundi á Alþingi. mbl.is/Ómar

Samningar um sölu fasteigna á fyrrum varnarsvæðinu við Keflavíkurflugvöll voru lagðir fram á fundi fjárlaganefndar Alþingis í morgun. Þetta kom fram hjá Lúðvík Bergvinssyni, þingmanni Samfylkingar, í upphafi þingfundar í dag.

Á dagskrá Alþingis í dag er munnleg skýrsla, sem Geir H. Haarde, forsætisráðherra, mun flytja um starfsemi Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar. Ögmundur Jónasson, þingmaður VG, gagnrýndi það í upphafi þingfundar, að þingmenn hefðu ekki fengið skýrslu forsætisráðherra í hendur í gær svo þeir gætu undirbúið sig fyrir umræðuna.

mbl.is

Bloggað um fréttina