Ekki lýðræðisþreyta heldur málæðisþreyta

Þingmenn á Alþingi.
Þingmenn á Alþingi. mbl.is/Kristinn

Þingmenn VG mótmæltu enn harðlega frumvarpi um breytingar á þingsköp Alþingis þegar greidd voru atkvæði um frumvarpið í morgun eftir aðra umræðu um málið.

Atli Gíslason, þingmaður VG, taldi frumvarpið bera vott um lýðræðisþreytu og velti fyrir sér hvort rétt væri að tilgangurinn með því væri að þagga niður í Steingrími J. Sigfússyni. Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði hins vegar að engin lýðræðisþreyta væri á þinginu heldur málæðisþreyta.

Þingmenn VG lögðu fram breytingartillögur við frumvarpið en þær voru allar felldar og sagði Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, að þessar hugmyndir væru það langt frá hugmyndum annarra þingflokka um málið, að ekki væri hægt að fallast á þær.

mbl.is

Bloggað um fréttina