Vill ekki tjá sig um Sundabraut

Kristján Möller.
Kristján Möller.

Kristján Möller samgönguráðherra ætlar ekki að tjá sig um ólíka afstöðu Vegagerðarinnar og meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur til þess hvaða leið skuli farin við lagningu Sundabrautar, að sögn aðstoðarmanns hans, Róberts Marshall. Ráðherrann gæti ekki tjáð sig um mál sem hann ætti eftir að úrskurða um.

Eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær er Vegagerðin hlynnt svokallaðri eyjalausn sem talin er níu milljörðum króna ódýrari en að leggja hluta Sundabrautar í jarðgöng.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert