Vilja ná sátt um dánarbú Fischers

Bobby Fischer.
Bobby Fischer. Árvakur/Rax

Lögmenn sjö ára gamallar filippseyskrar stúlku, sem sögð er vera dóttir Bobby Fischers, segjast ætla að freista þess að ná sátt um skiptingu dánarbús skákmeistarans við aðra sem gera kröfur í búið.

Filippseyski skákfréttavefurinn Chess Plaza Weekender segir, að lögmenn stúlkunnar Jinky Young hafi safnað og lagt mat á gögn, sem styðja kröfu stúlkunnar um arf eftir Fischer.

Lögmaðurinn Samuel Estimo segir að hann sé að reyna að ná sambandi við Myioko Watai til að ræða við hana um hugsanlegt samkomulag þannig að ekki þurfi að koma til málaferla. Watai giftist Fischer í Japan árið 2004.

Þá sagði Estiimo, að mágur Fischers og tveir synir hans gætu ekki gert kröfur um arf.

Haft er eftir Marilyn Young, móður Jinky, að Fischer kunni að hafa átt hlutabréf í íslenskum fyrirtækjum. Fischer hafi skilið eftir sig fyrirmæli til hennar um að hafa samband við íslenskan skákmeistara, sem hugsanlega hafi upplýsingar um eignir Fischers.

„Marilyn er góðhjörtuð kona og er tilbúin til að deila dánarbúi Fischers með Watai... Hún veit að Watai og Fischer voru afar náin," segir Estimo.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert