Fischer átti 475 milljónir

Bobby Fischer skákmeistari, Miyoko Watai, eiginkona hans, og t.v. Sæmundur …
Bobby Fischer skákmeistari, Miyoko Watai, eiginkona hans, og t.v. Sæmundur Pálsson, vinur hans. mbl.is/Golli

Skiptum á dánarbúi Bobbys Fischers, fyrrverandi heimsmeistara í skák, er lokið. Eignir búsins reyndust vera 475 milljónir króna.

Eignirnar renna allar til Myoko Watai, eiginkonu Fischers, en dómstólar hér á landi komust að þeirri niðurstöðu að hún og Fischer hefðu verið gift og hún væri því lögmætur erfingi.

Fischer lést 17. janúar 2008, en hann bjó á Íslandi síðustu þrjú ár ævi sinnar og var íslenskur ríkisborgari. Eftir að hann lést gerðu þrír aðilar kröfu um arf eftir hann, en það voru Watai, eiginkona hans, filippseyska stúlkan Jinky Young, sem hélt því fram að hún væri dóttir Fischers, og tveir systursynir Fischers. DNA-rannsókn leiddi í ljós að stúlkan var ekki dóttir Fischers.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »