Eins hreyfils flugvél í sjóinn

mbl.is

Lítil eins hreyfils flugvél með einum manni innanborðs missti vélarafl um 130 sjómílum suðaustan við Ísland fyrir stundu og er talið að hún hafi lent í sjónum. Þyrla og flugvél Landhelgisgæslunnar eru að leggja af stað á slysstað.

Nálægum skipum hefur verið gert viðvart en veður er slæmt á svæðinu og allt að 7 - 9  metra ölduhæð.

Einn maður er innanborðs en ekki er vitað um þjóðerni hans eða hvaðan vélin er.  

mbl.is

Bloggað um fréttina