Leitað verður fram í myrkur

Á myndinni sést Piper Cherokee flugvélin, sem saknað er, fyrir …
Á myndinni sést Piper Cherokee flugvélin, sem saknað er, fyrir miðju.

Leit að bandarísku Piper Cherokee flugvélinni sem leitað hefur verið frá því í gær, er enn árangurslaus, að því er segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Leit verður haldið áfram fram í myrkur.

Varðskip hefur verið á svæðinu frá því í gær ásamt Fokker flugvél Landhelgisgæslunnar sem fór til leitar í birtingu. Aðstæður eru afar erfiðar, vindur er 25-35 metrar/sek., ölduhæð á bilinu 8-12 metrar og gengur á með dimmum éljum.

mbl.is