Nefndin mun fjalla um önnur meðferðarheimili

Geir H. Haarde.
Geir H. Haarde.

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, hefur falið nefndinni, sem fjallaði um vistheimilið á Breiðavík, að starfa áfram og fjalla um önnur vist- og meðferðarheimili sem falla undir lög sem sett voru í fyrra. Segir Geir, að gert sé ráð fyrir því að sú vinna geti tekið um þrjú ár. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að hefja undirbúning að lagafrumvarpi um bætur til þeirra, sem sætt hafa ofbeldi á slíkum heimilum. 

Geir sagði við mbl.is, að mál þetta væri snúið og óvenjulegt að mörgu leyti.  Hann sagðist ekki geta sagt um hvenær frumvarpið kæmi fram, en stjórnvöld vildu koma til móts við þá, sem sætt hefðu illri meðferð á Breiðavíkurheimilinu og hugsanlega öðrum meðferðarheimilum. 

Forsætisráðherra sagði, að vistheimilið á Breiðavík hefði haft  nokkra sérstöðu þar sem það hefði verið á mjög einangruðum stað. Frumvarp um bótagreiðslur myndi þó ná með almennum hætti yfir þá, sem hugsanlega hefðu sætt illri meðferð á öðrum heimilum, ef slíkt kæmi í ljós.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert