Öll meginmarkmið með Grímseyjarferju náðust

Grímseyjarferjan Sæfari.
Grímseyjarferjan Sæfari. mbl.is/Þorgeir

Vegagerðin segir í nýrri skýrslu um nýja Grímseyjarferju, að upphafleg meginmarkmið hafi náðst og nýr Sæferi uppfylli allar kröfur til þeirra siglinga, sem skipinu sé ætlað. Aðstaða farþega sé stórbætt, siglingatími styttist umtalsvert og kostnaður hafi verið mun minni en við nýsmíði þótt hann hafi verið meiri en að var stefnt í upphafi.

Hins vegar hefði verið betra að skipa strax í upphafi verkefnishóp með þátttöku Vegagerðarinnar, ráðuneytis, Siglingastofnuna, heimamanna og rekstraraðila. Þá hefði þurft að skoða skipið betur áður en gengið var frá kaupunum, hönnunargögn  hefðu í upphafi þurft að vera nákvæmari og betri og gera hefði þurft meiri kröfur til verktaka.

Fyrsta kostnaðaráætlun vegna skipsins var upp á 150 milljónir í desember 2004. Endanlegur kostnaður, þegar skipið var afhent í apríl, var 533 milljónir króna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina