Grjóthnullungar splundruðust í Almannagjá

Umtalsvert grjóthrun varð í almannagjá á Þingvöllum í jarðskjálftanum og grjóthnullungar splundruðust að sögn Magnúsar Jónssonar, starfsmanns í þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum. „Allar gjár með vatni eru forugar,“ segir hann.

Fáir ferðamenn voru á ferð í Almannagjá þegar skjálftinn reið yfir og enginn varð fyrir meiðslum. Gjáin var lokuð allri umferð eftir skjálftann, að sögn Magnúsar. Var viðvörunarskiltum komið fyrir við gjána og starfsmenn gættu þess að engir færu þar um ef kæmi til frekari skjálfta. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka