Geysir lifnaði við

Hverasvæðið að Reykjum við Hveragerði er mun líflegra en áður
Hverasvæðið að Reykjum við Hveragerði er mun líflegra en áður mbl.is/Úlfur Óskarsson

Virkni hverasvæðisins í Haukadal jókst í kjölfar jarðhræringanna á fimmtudag, að mati Más Sigurðssonar á Geysi. „Þetta var vítamínsprauta,“ sagði Már. Hann sagði að hinn eini og sanni Geysir hefði lifnað við, mun meira ryki nú úr hvernum en áður og hann hefði hitnað. Geysir hafði aðeins skvett úr sér í gær en Már kvaðst ekki geta sagt til um hvort vænta mætti stórs goss úr hvernum.

„Strokkur hefur aukið við sig og hverirnir neðar á hverasvæðinu eru vatnsmeiri en þeir voru,“ sagði Már. Hann sagði að virkni hverasvæðisins nú hefði aukist meira en eftir Suðurlandsskjálftana sumarið 2000. Jarðhræringarnar á fimmtudaginn var fundust enda betur í Haukadal en Suðurlandsskjálftarnir 2000.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert