Hestar lausir við Smáratorg

Hestar gengu lausir um Smáratorg.
Hestar gengu lausir um Smáratorg. mbl.is/Kristinn

Sex hross sluppu út úr hesthúsahverfi Gusts í Kópavogi skömmu fyrir klukkan níu. „Þau voru á vappi í kringum Reykjanesbraut, inni í Lindum og við Smáratorg þar sem þau fundu fínt beitiland á grasbala í grennd við KFC," sagði lögreglumaður í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins.

Lögreglan vaktaði hrossin uns eigandinn kom og beislaði þau og fór með þau heim í hesthúsahverfið.

mbl.is