Engir birnir sáust

Ísbjörninn að Hrauni á Skaga
Ísbjörninn að Hrauni á Skaga mbl.is/RAX

Engir birnir sáust á Vestfjörðum í eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar. Flogið var um Hornstrandafriðland og svipast vandlega um eftir ísbjörnum.  Með í för var Jón Björnsson, landvörður  Hornstrandafriðlandsins.  Flogið var um allt svæðið frá Aðalvík austur að Ófeigsfirði, eftir eldsneytistöku á Ísafirði.  Ekki sáust nein ummerki um ísbjörn á leitarsvæðinu.

Í dag fór Fokker flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SYN í ískönnunarflug úti fyrir Vestfjörðum. Ískönnunin hófst klukkan 17:35 á stað: 66°10´N, 028°35´V og var ísröndinni fylgt þaðan til norð-austurs. Ísröndin reyndist vera næst landi 70 sjómílur NNV af Straumnesi og 77 sjómílur NV af Barða.

Hægviðri var á svæðinu og gott skyggni en norðan 76°10´N var þó alskýjað. Úti frá ísröndinni var mikið um dreifar. Borgarísjaki sást á ratsjá á stað 66°48´N,028°23´N,126 sjómílur VNV af Bjargtöngum.

mbl.is

Bloggað um fréttina