Undirskriftarlisti til stuðnings Ramses

Atieno með Fidel, mánaðargamlan son hennar og Pauls
Atieno með Fidel, mánaðargamlan son hennar og Pauls mbl.is/Árni Sæberg

Settur hefur verið á netið undirskriftarlisti til stuðnings Paul Ramses sem gert var að yfirgefa landið í gærmorgun. Honum var fylgt af lögreglu til London og þaðan mun hann halda til Ítalíu. Kona Ramses, Rosemary Atieno Athiembo, og mánaðargamall sonur eru enn hér á landi.

Að sögn Atieno vissu hún og maður hennar ekki af brottvísun hans fyrr en í fyrradag, aðeins einum degi áður en hann þurfti að yfirgefa landið. Ramses flúði upphaflega frá Naíróbí í Kenýa en þar sætti hann ofsóknum.

Hægt er að nálgast undirskriftarlistann hér en á honum er skorað á Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og Hauk Guðmundsson, forstöðumann Útlendingastofnunar, að leyfa Paul Ramses að snúa aftur hingað til lands.

mbl.is