Á að leyfa staðgöngumæðrun?

Mikilvægt er að umræða um staðgöngumæðrun eigi sér stað á Alþingi og í samfélaginu. Þetta sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, á Alþingi í dag og óskaði svara frá heilbrigðisráðherra um hvort einhver vinna sé hafin við að skoða hvort leyfa eigi staðgöngumæðrun. Lagði hún áherslu á að skoða þyrfti málið út frá lagalegu, siðferðilegu og læknisfræðilegu sjónarmiði.
Guðlaugur Þór Þórðarson tók undir með Ragnheiði um að ekki væri hjá því komist að skoða þetta mál og bætti við að kirkjan myndi einnig að koma að þeirri umræðu. Ætti að leyfa staðgöngumæðrun þyrfti almenn sátt að ríkja um hana.
Staðgöngumæðrun er þegar kona gengur með barn pars, annað hvort af greiðasemi eða gegn greiðslu.

mbl.is

Bloggað um fréttina