Rússneski björninn oftar hér en áður

Rússnesk Tu-160 sprengjuflugvél.
Rússnesk Tu-160 sprengjuflugvél. AP

Rússneskar sprengjuflugvélar hafa farið í 18 ferðir um loftvarnarsvæði Íslands síðan bandaríska varnarliðið fór héðan fyrir tæplega tveimur árum. Áður höfðu þær ekki flogið um loftvarnarsvæðið um árabil, en það er í sjálfu sér ekkert sem bannar þeim það.

Yfirleitt hafa tvær vélar verið saman á ferð en stundum fleiri, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. „Þó að þetta sé vissulega svolítið ný staða þá tel ég ekki, eins og sakir standa, ástæðu til þess að líta svo á að okkur stafi einhver ógn af Rússum,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra.

Rússar fóru í 10 ferðir um loftvarnarsvæði Íslands í fyrra og það sem af er líðandi ári eru ferðirnar orðnar sjö. Sex sinnum hafa þeir farið hringinn um landið og þar af fimm sinnum rangsælis. Þessar hringferðir eru nýlunda, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »