Ríkið borgi ekki skuldir óreiðumanna

Davíð Oddsson.
Davíð Oddsson. mbl.is/Ómar

„Við erum að ákveða að við ætlum ekki að borga erlendar skuldir óreiðumanna,“ sagði Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands, í Kastljósi í kvöld. Ríkið muni ekki borga skuldir bankanna „sem hafa farið dálítið gáleysislega.“

Davíð segir að áður hafi menn trúað því að íslenska ríkið myndu reyna að borga allar skuldir íslensku bankanna.

„Þegar skuldirnar eru orðnar þannig að íslensku bankarnir þurfa 50-55 milljarða evra á þremur til fjórum árum næstu - og geta ekki útvegað sér það því þeir markaðir eru lokaðir - þá værum við að setja slíkan skuldaklafa á börnin okkar og barnabörnin, að það væri þrældómur fyrir annarra manna sök,“ sagði Davíð í viðtali við Kastljósið.

Davíð segir að aðferðin sé sú sama og Bandaríkjamenn gerðu við Washington Mutual. „Þeir segja að þessir aðilar sem lánuðu peninga í alls konar verkefni sem ekki fengust staðist að lokum - kannski voru þau góð ef allt hefði gengið rosalega vel og engin vandamál hefðu komið í heiminum - [...] lánuðu þessa peninga til að græða á því - ekkert ljótt við það - og þeir verða að sitja uppi með það, en ekki saklausir borgarar.“

Að sögn Davíðs er Glitnir ekki lengur á forræði Seðlabankans heldur íslenskra stjórnvalda. Það hafi í raun verið óheppilegt af eigendum Glitnis að boða ekki strax til hluthafafundar hjá bankanum á mánudaginn í síðustu viku því þá væri íslenska ríkið búið að setja 84 milljarða króna inn sem hlutafé í bankann. Nú væru náttúrulega gjörbreyttar aðstæður og ríkið komi ekki inn með hlutfé inn í Glitni nema ef Glitnir verði til sem banki á laugardaginn þegar hluthafafundur bankans verður haldinn.

Sagði Davíð að þær tryggingar sem Glitnismenn hafi boðið þegar þeir óskuðu eftir láni hjá Seðlabankanum hafi m.a. verið í bílalánum og fasteignalánum. 

Aðspurður um þá miklu gagnrýni sem hann hafi fengið frá aðaleigendum Glitnis sem hefðu meðal annars lýst eignartökunni sem stærsta bankaráni Íslandssögunnar sagði Davíð að menn litu væntanlega ekki á fund með  Seðlabankastjórum um fjárhagserfiðleika  viðkomandi sem kaffibollaspjall.

Varaði margoft við þróuninni

Davíð sagðist margoft hafa gengið á fund forráðamanna ríkisstjórnarinnar og lýst miklum áhyggjum af þeirri stöðu, sem bankarnir væru að koma þjóðfélaginu í.

„Ég held að margir hafi talið að ég væri allt, allt of svartsýnn en ég þóttist sjá að þetta dæmi gæti aldrei gengið upp. Það sagði ég við bankana og lýsti því reyndar nákvæmlega við einn af bankastjórunum fyrir 12-14 mánuðum, hvaða staða gæti verið komin upp eftir þennan tíma. Ég hefði gjarnan viljað hafa haft rangt fyrir mér í því," sagði Davíð.

Davíð sagðist auðvitað bera ábyrgð á því að hafa opnað þjóðfélagið og gerði það frjálsara og þar með hefðu menn fengið tækifæri til að láta ljós sitt skína. „En ég get ekki borið endalausa ábyrgð á því að menn misnoti það frelsi," sagði Davíð.

Hann sagði að Íslendingar gætu komið mjög sterkir út úr þessum umbrotum úr því ákveðið var að fara þá leið, sem stjórnvöld hafa nú valið og Seðlabankinn vildi: „Við ætlum ekki að láta þessa kreppu lenda með fullum þunga á íslenskum almenningi," sagði Davíð.

„Um leið og matsfyrirtækin og erlendar lánastofnanir átta sig á að við ætlum ekki á leggja þessa skuldaklafa á þjóðina mun staða Íslands gerbreytast og gengið styrkjast og ég held að við þurfum ekki langan tíma til þess."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Innkalla rjómasúkkulaði

09:27 Nói Síríus hefur, í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, innkallað Síríus rjómasúkkulaði með saltlakkrísflögum og sjávarsalti. Meira »

Umferðarslys á Þrengslavegi

09:14 Einn var fluttur á sjúkrahús eftir árekstur tveggja bifreiða á gatnamótum Þorlákshafnarvegar og Þrengslavegar í morgun.  Meira »

Ljósastýring við Goðafoss?

08:18 Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar lýsir áhyggjum sínum vegna þeirrar hættu sem skapast við einbreiða brú yfir Skjálfandafljót við Goðafoss þegar umferð er sem mest. Meira »

Snjóflóð tengd aukinni umferð

07:57 Smári Sigurðsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að aukin fjölgun snjóflóða af mannavöldum komi ekki á óvart, þar sem hún haldist í hendur við stóraukna ástundun fólks á vetraríþróttum til fjalla. Meira »

Fyrsta flensutilfelli haustsins staðfest

07:37 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir staðfestir að eitt tilfelli af flensu hafi greinst á Landspítalanum í haust.   Meira »

Skrifar Jóni Steinari opið bréf

07:34 Anna Bentína Hermansen, brotaþoli kynferðisofbeldis og íslensks réttarkerfis, skrifar Jóni Steinari Gunnlaugssyni lögmanni opið bréf þar sem hún segist taka áskorun hans um að spjalla á opinberum vettvangi. Þar greinir hún frá því þegar hún leitaði til hans sem lögmanns vegna kynferðislegs ofbeldis. Meira »

Snjór og éljagangur á Öxnadalsheiði

07:05 Vegagerðin varar við hálku og hálkublettum víða um land. Meðal annars er hálka á Hellisheiði og Þrengslum.   Meira »

Blæs úr ýmsum áttum

06:55 Búast má við vestlægri golu eða kalda víða um land í dag og má búast við snjókomu á norðanverðu landinu. Á morgun verður vindur með rólegasta móti en á miðvikudag mun vindur blása af ýmsum áttum og nokkuð drjúg úrkoma fylgir með og er hún líkleg til að vera slydda eða snjókoma um landið norðanvert. Meira »

Fjölgun varaþingmanna eðlileg

05:30 „Fjölgun varamanna á sér eðlilegar skýringar. Við tökum að einhverju leyti meiri þátt í alþjóðastarfi og ég þori að fullyrða að ekkert bruðl sé í gangi vegna þess enda erum við oftast með minnstu sendinefndirnar á alþjóðavettvangi en reynum að taka þátt með sómasamlegum hætti.“ Meira »

Kirkjan tekur afstöðu í umhverfismálum

05:30 Ráðstefnunni Arctic Circle lauk í gær, eftir þriggja daga dagskrá. Við lok ráðstefnunnar settust fimm biskupar frá Norðurlöndum niður og settu fram skýra afstöðu kirknanna til umhverfismála á norðurslóðum. Meira »

„Breytum ekki konum, breytum samfélaginu“

05:30 Góð stemning og baráttuhugur var í húsnæði BSRB í gær þegar konur á öllum aldri unnu að gerð kröfuspjalda fyrir kvennafrídaginn 24. október. Meira »

Sala á bílum á pari við árið 2016

05:30 „Við höfum ekki stórar áhyggjur af bílamarkaðnum á Íslandi og það er langur vegur frá því að um hrun á markaðnum sé að ræða enda var septembermánuður þriðji mesti sölumánuðurinn frá 2008. 435 nýskráningar á bifreiðum voru gerðar frá 1. til 20. október og búast má við 200 til 300 skráningum í viðbót út mánuðinn. Það sem af er þessu ári hafa 16.400 bifreiðar verið seldar.“ Meira »

Tilviljun leiddi til listar á leikskóla

05:30 Bandaríski listamaðurinn Richard Spiller lauk nýverið við brúðuleikhússýningu með börnunum á leikskólanum Dvergasteini í Reykjavík. Verkefnið er hugarfóstur hans og Jódísar Hlöðversdóttur, sem er textílhönnuður frá Listaháskóla Íslands og sér um listkennslu í leikskólanum. Meira »

Bann við sæstreng yrði andstætt EES

05:30 Peter Thomas Örebech, lagaprófessor við háskólann í Tromsö, telur að reglurnar sem felast í þriðja orkupakka Evrópusambandsins muni eiga fullkomlega við um Ísland, hafni Íslendingar ekki upptöku hans. Meira »

80% fyrirtækja hafa orðið fyrir netárás

05:30 Samkvæmt nýrri viðhorfskönnun Deloitte á Íslandi hafa 80% fyrirtækja hérlendis orðið fyrir svonefndri „veiðipóstaárás“, en slíkar árásir nefnast „phishing“ á ensku. Meira »

Fjárfest í þara fyrir milljarða

05:30 Íslenska kalkþörungafélagið hefur uppi áform um að reisa kalkþörunga- og þangvinnslu í Stykkishólmi og Súðavík.   Meira »

Sólveig hjólar í ritstjóra Markaðarins

00:02 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hjólar í Hörð Ægisson, ritstjóra Markaðarins, í pistli sem hún birtir á Facebook nú í kvöld, en þar segir hún leiðara Harðar í Fréttablaðinu á föstudaginn lýsa „sturlaðri“ stemmningu í „herbúðum óvina vinnandi stétta“. Meira »

Bílvelta í Öxnadal

Í gær, 21:43 Fólksbíll á leið inn Öxnadal valt eftir að hafa runnið af þjóðveginum vegna hálku rétt fyrir klukkan átta í kvöld. Tveir einstaklingar, sem voru í bílnum, voru fluttir til skoðunar á Sjúkrahúsið á Akureyri með minni háttar meiðsl. Þetta staðfestir lögreglan á Akureyri. Meira »

Komin í húsaskjól eftir skógarvistina

Í gær, 20:34 Nasr Mohammed Rahim og Sobo Answ­ar Has­an og börn þeirra, Leo og Leona, sem flúðu til Frakklands frá Þýskalandi eft­ir að um­sókn þeirra um alþjóðlega vernd hér á landi og áður í Þýskalandi var hafnað, eru nú komin í húsaskjól eftir að hafa hafst við í tjaldi úti í skógi. Meira »