Ánægður en málinu ekki lokið

Geir H. Haarde ræðir við blaðamenn í Helsinki í dag.
Geir H. Haarde ræðir við blaðamenn í Helsinki í dag. norden.org/Johannes Jansson

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagðist síðdegis vera ánægður með fund sem hann átti með öðrum norrænum forsætisráðherrum í Helsinki í dag um lánafyrirgreiðslu frá seðlabönkum hinna Norðurlandanna. Málinu sé hins vegar ekki lokið.

Forsætisráðherrar ákváðu á fundinum að að aðstoða Ísland í efnahagserfiðleikunum. Hins var ákveðið að fela starfshópi norrænna embættismanna, að fylgjast með framgangi stöðugleikaáætlunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um Ísland. Segjast ráðherrarnir í yfirlýsingu muni  styðja þessa áætlun þegar hún kemur til umfjöllunar í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Geir upplýsti á blaðamannafundi í Helsinki í dag, að óskað hefði verið formlega eftir lánafyrirgreiðslu hjá norrænu seðlabönkunum. Málið var síðan til umræðu á fundi forsætisráðherranna. Norska blaðið Aftenposten segir ekki ljóst hvað kunni að felast í aðgerðum, sem Norðurlöndin grípi til vegna Íslands og forsætisráðherrarnir hafi ekki náð niðurstöðu um fjárhæðir.  

Blaðið hefur eftir Geir að hann sé ánægður með að starfshópurinn hafi verið stofnaður og einnig með yfirlýsingar starfsbræðra sinna. Hann neitar því að það hafi valdið honum vonbrigðum, að ekki fengust ákveðin svör á fundinum í dag. 

„Ég þrýsti hvorki á norræna starfsbræður mína né norrænu seðlabankana," hefur blaðið eftir honum.

Í yfirlýsingu fundarins segir, að norrænu forsætisráðherrarnir hafi lagt áherslu á að seðlabankar Norðurlanda hafi þegar gert samning um gjaldmiðlaskipti við Seðlabanka Íslands og verið upplýstir um að aftur hafi verið farið fram á slík skipti við norrænu seðlabankana. Tekið er fram að Finnland sé hluti af Evru-svæðinu, en í samstarfi við önnur norræn ríki.

„Þessi ráðstöfun, ásamt þeim áformum íslensku ríkisstjórnarinnar að leita einnig eftir lánum frá öðrum seðlabönkum, eru mikilvægar aðgerðir til að efla tiltrú á frekari aðlögunaraðgerðir Íslendinga. Í samræmi við forsendur Alþjóðagjaldeyrissjóðins styðjum við viðleitni Íslendinga til að breyta efnahagskerfinu og snúa aftur á braut sjálfbærs hagvaxtar með verulegri aðlögun fjármálakerfisins, að lækkun á erlendri skuldastöðu og trúverðuga fjármálstefnu til lengri tíma. Til að ná þessu þarf að setja fram viðamikla umgjörð um efnahagsstefnuna til næstu ára," segir síðan.

Norrænu forsætisráðherrarnir sitja í kvöld fund með leiðtogum Eystrasaltsríkjanna og þeir halda sameiginlegan blaðamannafund á morgun.

Tilkynning norræna forsætisráðherrafundarins

mbl.is

Innlent »

Hlekktist á við lendingu

12:02 Kennsluvél á vegum Keilis hlekktist á í lendingu á flugvellinum á Flúðum í morgun. Einn nemandi var um borð í vélinni en hann sakaði ekki. Meira »

Er ekki nóg að hafa hitt?

11:10 „Eins og flestum mun vera ljóst þá er það að missa barn eitthvað það þungbærasta sem hægt er að ímynda sér. Eitthvað sem enginn vill og enginn ætti að þurfa að lenda í. En lifi maður það af sjálfur verður það kannski til þess að maður kann betur að meta það sem vel hefur tekist til.“ Meira »

Átta nauðganir til rannsóknar

10:51 Lögreglan á Suðurnesjum rannsakaði 42 kynferðisbrot, þar af átta nauðganir, á síðasta ári. Slík brot „voru nokkuð mörg“ að því er fram kemur í ársskýrslu embættisins. Rannsókn kynferðisbrotamálanna er í forgangi hjá embættinu og stefnt er að því að ljúka henni á 60 dögum. Meira »

„Ég er ekki sú sama og ég var“

10:39 „Það er erfitt að setja stiku á breytingarnar sem orðið hafa hjá mér sl. tvö ár. Ég er ekki sú sama og ég var, en hluti af mér er enn til staðar. Eftir að ég stóð upp og sagði frá því að ég væri með Alzheimer upplifði ég frjálsræði og skömmin sem ég upplifði af því að vera með sjúkdóminn hvarf,“ segir Ellý Katrín Guðmundsdóttir, sem greindist með Alzheimersjúkdóminn fyrir fjórum árum, þá 51 árs gömul. Meira »

Aldrei fleiri hlaupið 10 kílómetrana

10:23 Hátt í þrjúþúsund keppendur í 10 kílómetra hlaupi Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka hlupu af stað frá Lækjargötu á tíunda tímanum í morgun. Meira »

Miðborgin ein allsherjargöngugata

10:03 Á Menningarnótt er miðborg Reykjavíkur breytt í eina allsherjargöngugötu og lokað fyrir almenna bílaumferð frá Snorrabraut að Ægisgötu klukkan sjö í morgun. Opnað verður aftur fyrir almenna umferð klukkan eitt í nótt. Meira »

Erill hjá lögreglu í nótt

09:14 Tilkynnt var um æstan einstakling í Hlíðahverfi í Reykjavík á tólfta tímanum í gærkvöldi, en eftir viðræður við lögreglu hélt hann sína leið. Þá voru þrír handteknir í miðbænum rétt fyrir miðnætti, grunaðir um innbrot í bifreið. Þeir voru allir vistaðir í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins. Meira »

36. Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka hafið

08:40 Ræst var út í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í 36. sinn í Lækjargötu nú klukkan 8:40. Keppendur í heil- og hálfmaraþoni eru því lagðir af stað í 21 og 42 kílómetra hlaup. Meira »

Ræddu um að loka Hvalfjarðargöngum

08:18 Spennuþrungið ástand var fram eftir sumri 2018 þegar reynt var að ná samkomulagi við ríkið um hvernig staðið yrði að afhendingu ganganna í lok september, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Bankastjóri gekk í hús

08:10 Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, gekk í hús í nokkrum af þeim götum sem farið verður um í Reykjavíkurmaraþoninu ásamt samstarfsfólki sínu á fimmtudag og þakkaði fólki fyrir stuðninginn undanfarin ár. Meira »

Hagnaður tryggingafélaga áttfaldast milli ára

07:37 Samanlagður hagnaður stóru tryggingafélaganna þriggja fyrir skatta, TM, Sjóvá og VÍS, nær áttfaldast á milli ára, sé horft til fyrstu sex mánaða þessa árs í samanburði við fyrstu sex mánuði síðasta árs. Meira »

Viðrar ágætlega til Menningarnætur

07:35 Útlit er fyrir hæga breytilega átt á mestöllu landinu í dag, laugardag, og væntanlega verður skýjað að mestu og dálitlir skúrir á víð og dreif. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Meira »

Á rúmlega tvöföldum hámarkshraða

07:19 Ökumaður var stöðvaður á Reykjanesbraut á tíunda tímanum í gærkvöldi eftir að bifreið hans mældist á 185 km/klst, en þar er hámarkshraði 90 km/klst. Meira »

Jarðskjálfti í Krýsuvík í nótt

07:14 Jarðskjálfti af stærð 3,4 varð í Krýsuvík kl. 01:34 í nótt. Nokkrir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið ern voru þeir allir undir 1 að stærð. Meira »

Fyrsta barn ársins fætt í Eyjum

05:30 Fyrsta barn ársins í Vestmannaeyjum fæddist þriðjudaginn 20. ágúst. Það var stúlka, 16 merkur og 53 cm. Að sögn móður stúlkunnar gekk fæðingin vel og heilsast þeim mæðgum vel. Meira »

Hefur áhyggjur af íslenskunni

05:30 „Ég hef fyrst og fremst áhyggjur af því hvernig enskuáhrifin eru yfirgnæfandi. Maður sér þess víða merki, til dæmis í töluðu máli og í skrifum fólks á netinu. Heilu setningarnar og frasarnir hafa ruðst inn í málið; má þar nefna orð sem notuð eru í daglegu tali, svo sem „actually“ og „basically“, án þess að nokkur þörf sé á því.“ Meira »

Geta valið bestu markaði fyrir kjötið

05:30 Mikil og vaxandi eftirspurn er eftir lambakjöti í Evrópu, að sögn Ágústs Andréssonar, forstöðumanns kjötafurðastöðvar KS. Skapar það tækifæri fyrir kjötútflytjendur að velja sér betri markaði en áður. Meira »

Sérsveitin brást við 200 vopnaútköllum

05:30 Sérsveit Ríkislögreglustjóra sinnti 416 sérsveitarverkefnum í fyrra og báru sérsveitarmenn skotvopn í 230 tilfellum.  Meira »

Betur gengur að manna skólana

05:30 Sveitarfélögum gengur misjafnlega vel að manna stöður í skólum og frístundaheimilum. Enn skortir á að allar stöður hafi verið mannaðar í Reykjavík, t.d. var búið að ráða í 78% stöðugilda í frístundaheimilum og sértækum félagsmiðstöðvum 16. ágúst. Meira »
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...
4 manna hornklefi Infrarauður Saunaklefi tilboð 279.000 var 350.000
Verð 350.000 Topp klefar.Tilboð 279.000 (er á leiðinni 4 vikur ) Hiti frá 30-...
Gisting við flugvöll...
Lítið og kósí sumarhús við lítinn flugvöll á kjarri vöxnu landi á suðurl. 2 nætu...
Til leigu
3 herbergja íbúð með bílskúr í 110 Reykjavík. Langtímaleiga. Verð 245 þús. Gæ...