Lokuðu bruggverksmiðju

Lögreglan lagði hald á búnaðinn.
Lögreglan lagði hald á búnaðinn.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lokaði í dag lítilli bruggverksmiðju sem fannst við hefðbundið eftirlit. Bruggverksmiðjan var til húsa við Frakkastíg. Þar fann lögreglan tunnu af gambra, auk smáræðis sem búið var að fullvinna.

Eigandi verksmiðjunnar segir bruggið hafa eingöngu verið ætlað til einkanota og var honum sleppt að lokinni skýrslutöku. Gambranum var hins vegar helt niður, hald lagt á búnaðinn og er málið nú í vinnslu hjá lögreglu.

mbl.is

Bloggað um fréttina