Bjartar sumarnætur að baki á Íslandi

Frá mótmælum á laugardag
Frá mótmælum á laugardag mbl.is/Golli

Ekki er langt síðan Ísland hafði margt til þess að vera stolt af. Góðærið var slíkt að einhverjir héldu að bjartar sumarnætur myndu vara að eilífu. Viðskiptalífið blómstraði og Reykjavík var draumastaður ríkra ferðamanna, mataráhugamanna og þeirra sem unna menningu. Á þessum orðum hefst stór úttekt á Íslandi í breska dagblaðinu Independent í dag.

Fjallað er um í úttektinni um fegurð landsins, hátt menntunarstig þjóðarinnar sem vann hörðum höndum og hversu hátt Íslandi skoraði á mælikvörðum lífsgæða í alþjóðlegum samanburði.

Víkingarnir hafi lifnað við á ný með fjárfestingum í útlöndum, þar  á meðal Bretlandi. Merki þeirra sjáist víða í Bretlandi, svo sem í tískubransanum og knattspyrnu. Fáir hafi velt því fyrir sér að hlutirnir gætu snúist við enda hafi Íslendingar haft öðrum hnöppum að hneppa, svo sem með því að skreppa í kvöldverð til Spánar, opna klassahótel, fjárfesta í listum, hanna opinberar byggingar og kaupa lúxusbifreiðar eins og Range Rover og Audi Q7.

Í október hafi hins vegar þrír stærstu bankar landsins verið þjóðnýttir og gjaldþrota. Á einni nóttu hafi þeir Íslendingar, og þeir hafi verið margir, sem höfðu fjárfest í lúxusbifreiðum og heimilum með erlendum lánum, upplifað það að þeir gætu ekki lengur greitt fyrir munaðinn. Gengi krónunnar féll og margir þeirra sem nálguðust eftirlaunaaldur stóðu frammi fyrir því að lífeyrissparnaðurinn þeirra hvarf. En þeir Íslendingar sem fóru varlega með sparifé sitt urðu einnig fyrir barðinu á kreppunni. Matar- og eldsneytiskostnaður rauk upp úr öllu valdi og vextir eru nú tæplega 20%. 

Hegðuðum okkur eins og börn

„Tilfinningin er sú að við séum ófær um að sjá um okkar mál," segir Hallgrímur Helgason, rithöfundur í samtali við Independent. „Við sáum um okkur sjálf í nokkur ár og við gengum of langt, of hratt, á of stuttum tíma. Við hegðuðum okkur eins og börn og það fyrsta sem við gerðum þegar hlutabréfamarkaður hófst hér fyrir tíu árum var að fara til Lundúna og kaupa leikfanga- og sælgætisbúðir. Nú erum við gjaldþrota og það verður enginn peningur til hér á næstu árum og við sitjum uppi með meiri skuldir heldur en við getum nokkurn tíma endurgreitt," bætir Hallgrímur við.

„Við erum eins og börn sem skilin eru eftir heima yfir helgi og við rústuðum heimilinu á meðan."

Í greininni er fjallað um mótmælin í síðustu viku og að Íslendingar hafi ekki upplifað mótmæli af þessu tagi frá því í mars 1949. Í greininni er rætt við Hörð Torfason, tónlistarmann og forsvarsmann Radda fólksins, sem lýsir samtali sem hann hafi átt við mann sem hafði misst allt sitt og fjölskylda hans einnig. „Hann bað mig um að aðstoða við að smíða gálga fyrir utan Alþingi," segir Hörður í samtali við Independent. „Ég spurði hann hvort þeir ættu að vera byggðir í táknrænum tilgangi. Nei var svarið. Fjölskyldumeðlimur minn vill hengja sig á almannafæri. Ég sagði honum að ég gæti ekki aðstoðað hann á þennan hátt," sagði Hörður. „En tveimur dögum síðar framdi hann sjálfsvíg."

Úttekt Independent í heild
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Bragi næsti stórmeistari í skák

18:11 Bragi Þorfinnsson tryggði sér í dag lokaáfanga að stórmeistaratitli í skák. Hann hlaut sjö vinninga í níu skákum á alþjóðlegu móti í Noregi, að því er kemur fram á skak.is. Meira »

Um 600 styðja umskurðarfrumvarp

17:35 Um 600 hjúkrunarfræðingar og ljósmæður hafa skrifað undir til stuðnings frumvarpi Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns framsóknarflokksins, um að umsk­urður barna al­mennt verði bannaður með lög­um. Meira »

Rafmagnslaust í Bláfjöllum

17:18 Rafmagnslaust hefur verið á skíðasvæðinu í Bláfjöllum alla helgina. Að sögn Einars Bjarnasonar, rekstrarstjóra skíðasvæðisins, fór raflína í eigu Orkuveitunnar í sundur í óveðrinu aðfaranótt föstudags. Meira »

Rúta með 26 unglingum valt á hliðina

17:05 Rúta með 32 manns valt á hliðina á Borgarfjarðarbraut í grennd við Hvanneyri. Tilkynning um slysið barst klukkan 16.20. Að sögn Ólafs Guðmundssonar yfirlögregluþjóns meiddust einhverjir minniháttar. Að minnsta kosti einn var fluttur á slysadeild. Meira »

Allt flug liggur niðri í Keflavík

16:31 Seinkun verður á öllu flugi um Keflavíkurflugvöll næstu klukkustundir. Ástæðan er sú að allar landgöngubrýr, sem ferja fólk á milli vélar og flugstöðvar, hafa verið teknar úr notkun vegna mikils vinds. Meira »

Fyrsti áfangi tekinn í notkun 2019

16:22 Gagnaverið við Korputorg mun uppfylla svokallaðan Tier III-staðal, sem þýðir að í allri þjónustukeðju gagnaversins verður nægur varabúnaður til staðar til að tryggja 100% þjónustuöryggi. Meira »

Gagnaver rís á Korputorgi

14:20 Samningar um uppbyggingu gagnavers á Korputorgi voru undirritaðir á blaðamannafundi á Korputorgi eftir hádegið í dag. Verkefnið er samstarfsverkefni Opinna kerfa, Vodafone, Reiknistofu bankanna og Korputorgs. Meira »

Eldur kviknaði í dýnu í Fellsmúla

14:55 Eldur kviknaði í dýnu í geymslu í kjallara fjölbýlishúss í Fellsmúla á öðrum tímanum í dag. Slökkviliðsmenn fóru á staðinn og var eldur og reykur í geymslunni þegar þeir komu á vettvang. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins. Meira »

Gagnrýnir framgöngu í máli Braga

12:47 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, gagnrýnir harðlega að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu sem nýverið fór í ársleyfi frá því starfi, verði í kjöri til barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna fyrir hönd Íslands. Meira »

Tengivagn hafnaði á hliðinni

12:17 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og lögregla voru kölluð út á tólfta tímanum vegna flutningsbíls sem lenti í vanda í svokallaðri Ullarnesbrekku á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu fór tengivagn, sem flutningabíllinn var með í eftirdragi, á hliðina. Meira »

Hvenær æfum við íþróttir of mikið?

11:53 „Margar rannsóknir sýna að íþróttaiðkun hafi jákvæð áhrif á námsárangur en ég velti fyrir mér hvort það séu einhver hámörk, það er að segja hvort of mikil íþróttaiðkun geti haft neikvæð áhrif á námsárangur,“ segir Bjarni Rúnar Lárusson sem skoðaði þessa þætti í meistararitgerð sinni í menntunarfræði. Meira »

Hefur ekki skipað nýja sendiherra

11:35 Frá því Guðlaugur Þór Þórðarson tók við embætti utanríkisráðherra fyrir rúmu ári síðan hafa engir nýir sendiherrar verið skipaðir. Þetta kemur fram í svari Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins, við fyrirspurn frá mbl.is vegna ákvörðunar um að loka tveimur sendiráðum Íslands. Meira »

Búist við snörpum vindhviðum

10:22 Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll á Faxaflóa og Breiðafirði síðdegis, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands.  Meira »

Hvernig verðurðu hamingjusamari?

09:00 Er hægt að nálgast hamingjuna með eigin aðferðum? Auka hana með einhverjum leiðum sem við sjálf höfum vald á? Eða veltur hún bara á örlögum sem við fáum lítið breytt? Jafnvel rituð í genin? Meira »

Garðar Kári er kokkur ársins

07:17 Garðar Kári Garðarsson stóð uppi sem sigurvegari í keppninni Kokkur ársins 2018. Keppnin fór fram í Hörpu í gær og háðu keppendur harða baráttu um titilinn eftirsótta. Sigurjón Bragi Geirsson hafnaði í öðru sæti og Þorsteinn Geir Kristinsson í því þriðja. Meira »

Góð reynsla af viðvörunarkerfinu

10:15 Góð reynsla er af viðvörunarkerfinu sem Veðurstofan tók upp í byrjun nóvember, að sögn Elínar Bjarkar Jónasdóttur, veðurfræðings og hópstjóra veðurþjónustu á Veðurstofunni. Meira »

Hlýnar talsvert á landinu

08:27 Það hlýnar talsvert á landinu í dag og frostlaust verður um land allt næstu þrjá daga, meira og minna að sögn Veðurstofu Íslands. Meira »

Hjálmar leiðir lista sjálfstæðismanna í Grindavík

07:05 Hjálmar Hallgrímsson, sitjandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í Grindavík, mun áfram leiða flokkinn fyrir komandi sveitastjórnarkosningar, en prófkjör fór fram hjá flokknum í gær. Sjö voru í framboði og 208 tóku þátt í kjörinu. Meira »
Eyjasól sumarhús, lausar helgar..
Dagar í hlýjum og góðum sumarh. Rúm fyrir 5-6. Leiksvæði. Stutt að Geysi, Gullfo...
Egat-Luxe Ferðanuddstóll fyrir nuddara,Tilvalið í Vinnustaðanudd
Egat-Luxe Ferðanuddstóll fyrir nuddara,Tilvalið í Vinnustaðanudd - Borgar stólin...
CANON EOS NÁMSKEIÐ 26. FEB. - 1. MARS
3ja DAGA NÁMSKEIÐ FYRIR CANON EOS 26. FEB. - 1. MARS ÍTARLEGT NÁMSKEIÐ FYRI...
Peningaskápur eldtraustur
Til sölu VICTOR peningaskápur. Hæð,99 cm breidd,58 cm Kr.48,000,- uppl. sul...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
L edda 6018022019 i
Félagsstarf
? EDDA 6018022019 I Mynd af auglýsin...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...