Selja íbúð á Manhattan

Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson.
Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson. mbl.is/Sverrir

Hjónin Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir hafa sett lúxusíbúð sína á Manhattan á sölulista og er verðið 25 milljónir dollara (tæplega 2,9 milljarðar króna), að sögn The New York Times.

Þau keyptu íbúð í húsinu 2006 fyrir 10 milljónir dala og nokkrum mánuðum síðar einnig þakíbúð fyrir ofan hana fyrir 14 milljónir dala. Blaðið segir þau hafa greitt út í hönd og fengið arkitekt til að sameina íbúðirnar tvær með stiga. Þær eru með stórar svalir og snúa út að Gramercy-garðinum.

Ekki sé ljóst hvort hjónin muni geta selt eignina án taps en bent er á að fasteignir á Manhattan hafi staðist kreppuna betur en margar aðrar fjárfestingar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert