Vargar rústuðu æfingasvæði SHS

mbl.is/Júlíus

Æfingasvæði slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var eyðilagt aðfaranótt sumardagsins fyrsta. Gámar sem notaðir eru til reykköfunaræfinga voru sprengdir og kveikt í þeim. Tjónið hleypur á milljónum króna. Ekki er vitað hverjir þarna voru að verki.

Æfingasvæði SHS er við svokallað Leirtjörn við rætur Úlfarsfells. Þar hefur slökkviliðið á undanförnum árum byggt upp æfingaaðstöðu fyrir liðsmenn sína og annarra slökkviliða landsins. Ennfremur hafa þeir sem sækja námskeið hjá Slysavarnaskóla sjómanna, æft brunavarnaþátt námskeiðanna á æfingasvæði SHS.´

Skemmdarfýsnin með ólíkindum

„Við fengum útkall aðfaranótt sumardagsins fyrsta. Þegar við komum að þá var megnið af þessu brunnið. Það tók um klukkutíma að slökkva það sem slökkva þurfti,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu.

Hann segir aðkomuna hafa verið nöturlega, skemmdarfíkn þeirra sem þarna voru að verki hafi verið með ólíkindum. Allt var eyðilagt sem hægt var að eyðileggja. Meira að segja voru girðingar umhverfis svæðið rifnar niður.

„Þarna voru engin börn að verki, það kæmi mér að minnsta kosti mjög á óvart. Þetta er alveg skelfilegt mál fyrir öll slökkvilið landsins. Þarna vorum við með gámasamstæður til að æfa reykköfun við mismunandi aðstæður og hitastig. Það voru ekki geymd þarna verðmæt reykköfunartæki eða annað slíkt en aðstaðan sem við höfum skapað þarna og lágmarksbúnaður sem tengist æfingunum er allt farið. Þetta er stórmál. Þarna er búið að eyðileggja æfingasvæði slökkviliðsins. Tjónið hleypur á milljónum króna hið minnsta. Nú þarf ég að finna einhverjar leiðir til að skapa aðstöðu fyrir mína menn. Sem betur fer eru útköll vegna stórbruna ekki á hverjum degi þannig við verðum að æfa okkur líkt og þarna var gert,“ segir Jón Viðar.

Æfum okkur ekki í útköllum

Hann segir störf slökkviliðsmanna háð því að menn séu búnir að þjálfa sig áður en útkallið kemur. Þeir búi ekki við þann munað að geta þjálfað sig í útköllunum sjálfum. Þá eigi þeir að vera til alls búnir.

„Það eru bæði ákvæði í lögum og reglugerðum þess efnis að slökkviliðsstjóri ber ábyrgð á að hans menn fái þá þjálfun sem er æskileg miðað við þjónustu sem viðkomandi slökkvilið veitir. Þetta er það svæði sem við nýttum til að uppfylla þessi ákvæði. Og þarna hafa slökkviliðsmenn víða að af landinu fengið þjálfun. Það eru fá svona svæði á landinu og þetta var það eina af þessari stærðargráðu,“ segir Jón Viðar Matthíasson.

Hann segir svæði líkt og var við rætur Úlfarsfells að því leytinu betra að þarna geti slökkviliðsmenn búið til mismunandi aðstæður og haft stjórn á þeim. Í gömlum húsum sem stundum eru nýtt til æfinga áður en þau eru rifin, sé erfiðara að hafa stjórn á hlutunum.

Tímafrekt að byggja nýja æfingaaðstöðu

Jón Viðar segir ekki ljóst hvort byggt verður upp á sama svæði eða á nýjum stað. Það megi þó ekki vera of langt frá starfssvæði slökkviliðsins þannig að komi niður á útkallstíma, því slökkviliðsmenn stundi líka æfingar á vinnutíma.

„Það mun taka langan tíma að byggja upp nýja aðstöðu. Jafnvel þó við hefðum ótakmarkað fjármagn þá tekur það okkur sex til tólf mánuði að byggja upp sambærilega aðstöðu. Á meðan erum við án æfingasvæðis. Ég get þó fullyrt að við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að þjónusta okkar svæði jafnvel og áður, þrátt fyrir þessa hörmulegu uppákomu,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri SHS.

Frá æfingu SHS við Úlfarsfell
Frá æfingu SHS við Úlfarsfell
Frá æfingu SHS við Úlfarsfell.
Frá æfingu SHS við Úlfarsfell.
Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri SHS.
Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri SHS. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Búið að opna Reykjanesbrautina

09:37 Búið er að opna á umferð um Reykjanesbraut á ný. Mikið hvassviðri er þar þó enn og vatnselgur að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Veðrið hefur nú líklega náð hámarki á höfuðborgarsvæðinu að mati vakthafandi veðurfræðings hjá Veðurstofunni. Meira »

Björgunarsveitir kallaðar í Hlíðarsmára

09:19 Björgunarsveitir voru kallaðar út að Hlíðarsmára í Kópavoginum á níunda tímanum í morgun eftir að rúða fór úr glugga í ofsaveðrinu. Fyrr í morgun höfðu björgunarsveitamenn verið kallaðir til þegar svalahurð fór af annars staðar í borginni. Meira »

53 m/s undir Hafnarfjalli

09:19 Vindhraði hefur mælst allt að 53 m/s í hviðum undir Hafnarfjalli í morgun. Meðalvindhraðinn er 29 m/s.   Meira »

Fundi með bæjarstjóra frestað vegna veðurs

09:12 Fundur eldri sjálfstæðismanna með Aldísi Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra í Hveragerði, sem fara átti fram í Valhöll í hádeginu í dag fellur niður vegna veðurs. Meira »

Sex létust í árás á lögreglustöð

08:56 Sex létust er hópur vopnaðra manna réðst inn á lögreglustöð í Suður-Afríku í dag og rændi þar skotvopnum. Fimm hinna látnu voru lögreglumenn og einn var hermaður. Meira »

Umferðin hæg en áfallalaus

08:26 Umferðin hefur gengið vel fyrir sig á höfuðborgarsvæðinu í morgun að sögn umferðardeildar lögreglunnar, þrátt fyrir ofsaveðrið sem nú gengur þar yfir. Meira »

Hús íslenskra fræða bíður enn

08:18 Hús íslenskra fræða er eitt af þeim verkefnum sem bíða úrlausnar í fjármálaáætlun til næstu fimm ára sem nú er í vinnslu á Alþingi. Meira »

Rafmagnslaust í Mosfellsdal

08:26 Rafmagnslaust er enn í hluta Mosfellsdals en unnið er að viðgerð.   Meira »

Foreldrar meti aðstæður

08:15 Skólahald hefur ekki verið fellt niður í Árborg en foreldrar eru eins og alltaf þegar veður er vont beðnir um að meta aðstæður og fylgjast með frekari upplýsingum á heimasíðum skólanna. Meira »

Skoða að stækka Hótel Ísland

07:57 Fasteignafélagið Reitir hefur til skoðunar að innrétta hótel í Ármúla 7. Meðal hugmynda er að tengja reksturinn við Hótel Ísland í Ármúla 9. Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, segir málið á hugmyndastigi. Meira »

Öllum aðalleiðum frá borginni lokað

07:57 Í morgun hefur Vegagerðin lokað öllum helstu leiðum til og frá höfuðborgarsvæðinu. Gert er ráð fyrir að fleiri vegum verði lokað víðsvegar um landið þegar líður á daginn. Meira »

Bílar tollstjóra í nýjum búningi

07:37 „Þetta er smá tilraunastarfsemi hjá okkur. Við prófuðum þessar merkingar á tveimur bílum og ætlum að sjá hvernig mönnum líst á þetta,“ segir Kári Gunnlaugsson yfirtollvörður. Meira »

Bílar farnir að kastast til

07:32 Reykjanesbrautinni var lokað fyrir umferð nú um hálfátta, en ástandið þar var farið að verða slæmt að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. „Það voru farnar að koma tilkynningar frá vegfarendum um að bílar séu farnir að kastast til á Reykjanesbrautinni,“ segir hann. Meira »

„Lægðin afhjúpar þá eðli sitt...“

07:12 Trausti Jónsson veðurfræðingur rýndi í lægðina sem gengur yfir landið í dag á bloggi sínu í gær. Á gervihnattamynd sem hann skoðaði sá hann fyrirbrigði sem kallast „hlýtt færiband“. Meira »

Foreldrar fylgi börnum í skólann

06:46 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetur foreldra til að fylgja börnum sínum í skólann nú í morgun, en Veður­stof­an sendi í gær frá sér app­el­sínu­gula viðvör­un fyr­ir höfuðborg­ar­svæðið, Suður­land, Faxa­flóa, Breiðafjörð og Norður­land vestra. Meira »

Skólahald fellur niður fyrir hádegi

07:27 Allt skólahald í leik- og grunnskólum á Kjalarnesi fellur niður fyrir hádegi í dag, miðvikudag, þar sem von er á ofsaveðri. Búið er að loka veginum um Kjalarnes. Meira »

Lægðin „í beinni“

06:50 Það gengur í suðaustanstorm og -ofsaveður á öllu landinu með morgninum samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar.   Meira »

Nær hámarki um klukkan 9

06:38 „Þetta verður hvellur eins og við spáðum,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, um storm og ofsaveður sem gengur yfir landið í dag. Veðrið mun ná hámarki um klukkan 9 suðvestanlands og þar með á höfuðborgarsvæðinu. Meira »
Chesterfield sófi.
Til sölu þessi gullfallegi Chesterfield leðursófi. Til sýnis í versluninni Notað...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel L...
Leikjavefurinn Snilld - www.snilld.is
www.snilld.is - Frábært úrval af leikjum á leikjavefnum Snilld. Skelltu þér in...
Rómversk messubók
Rómversk messubók, aðeins 50 eintök gefin út og þar af flest eintök í vörslu kaþ...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Framhald suðurland
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Fulltrúaráðsfundur
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
Félagslíf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl 9, ...