Gerðu tilraun til að koma þýfinu í verð

Tveir karlmenn, á tvítugs- og þrítugsaldri, sem ruddust inn á heimili aldraðra hjóna á laugardagskvöld, hótuðu þeim og rændu fjármunum, voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 19. maí.

Lögreglan krafðist gæsluvarðhalds í fjórar vikur, en dómari veitti þriggja vikna gæsluvarðhald og var úrskurðurinn gerður á grundvelli rannsóknar og almannahagsmuna. En mennirnir tveir hafa játað sök í málinu.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun hluti málsins hafa upplýst þegar ræningjarnir, eða aðilar tengdir þeim, ætluðu að koma hlutunum í verð. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vill hvorki játa því né neita. „Við látum eiginlega ekkert meira frá okkur en nú þegar hefur verið gert,“ segir Friðrik Smári.

Lögregla hefur heldur ekkert gefið upp um það hvort ræningjarnir, eða einstaklingar sem kunna að hafa verið í vitorði með þeim, tengist gömlu hjónunum á einhvern hátt.

Hluti þýfisins fannst strax á mánudag, en þjófarnir tóku með sér úr húsi hjónanna upptökuvél, fartölvu, peninga og skartgripi. Undir kvöld í gær hafði ekki enn tekist að finna fleiri hinna stolnu muna.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »