Ekkert um afpantanir

Víða erlendis þá hefur dregið úr áhuga ferðamanna á að …
Víða erlendis þá hefur dregið úr áhuga ferðamanna á að fara til Mexíkó Reuters

Engar afpantanir hafa verið á ferðum til Bandaríkjanna hjá Icelandair, að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa flugfélagsins. Vel er bókað og Íslendingar augljóslega óhræddir við að ferðast þrátt fyrir að staðfestum tilfellum svínaflensu fjölgi. Ferðaskrifstofan Trans Atlantic býður upp á ferðir til Mexíkó og með henni fer hópur til Mexíkó eftir tæpan mánuð.

Haraldur Briem, sóttvarnalæknir, ræður fólki frá því að ferðast til Mexíkó en engar ferðatakmarkanir eru þó í gildi. Hann staðfestir að forsvarsmenn Trans Atlantic hafi verið í sambandi vegna ferðalaga þangað.

Egill Arnarsson, framkvæmdastjóri Trans Atlantic, segir að vel sé fylgst með þróun mála en ekki hafi verið hætt við ferðina, enda séu ekki ferðatakmarkanir í gildi eins og er. Hópurinn er á leið á Yucatan skaga í SA-hluta Mexíkó, í töluverðri fjarlægð frá Mexíkóborg, þar sem ástandið er hvað verst.

Viðskiptavinir ferðaskrifstofunnar eru einnig í slæmri stöðu. Þeir hafa ekki rétt til að afturkalla pöntun hafi hún verið staðfest og greiðsla staðfestingargjalds farið fram. Er það vegna sérsamninga ferðaskrifstofunnar þarlendis.

Egill segir þó að ef ferðatakmarkanir verði settar á, sé líklegt að tryggingafélög komi inn í spilið.

 Fimm sýni og öll neikvæð

Haraldur Briem upplýsti í gær að tekin hefðu verið sýni úr fimm einstaklingum hér á landi vegna einhvers konar einkenna. Öll hafi þau reynst neikvæð.

Þá hefur verið sett upp og tekin í notkun aðstaða fyrir heilbrigðisstarfsmenn í Leifsstöð. Þangað geta ferðamenn leitað við komuna til landsins, telji þeir á því þörf. Haraldur segir óhjákvæmilegt að margir farþegar muni leita læknis vegna ýmissa einkenna.

Ekki verður gripið til innkomuskimunar þar sem fullvíst er talið að slík aðgerð þjóni litlum tilgangi.

Einnig hafa heilbrigðisstarfsmenn verið hvattir til að senda sýni frá sjúklingum með inflúensulík einkenni til greiningar.

Haraldur segist sáttur við hvernig gengið hefur hingað til.

Reuters
Reuters
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »