Svínaflensa dregur níu til dauða

AFP

Níu Palestínumenn hafa látist úr svínaflensu undanfarna daga en alls hafa verið greind 187 tilfelli H1N1-flensunnar að undanförnu, segir forsætisráðherra Palestínu, Salam Fayyad.

Hann segir að heilbrigðisyfirvöld séu með öll nauðsynleg lyf gegn flensunni og búnað til að takast á við faraldur. 

Alls létust um 17 þúsund manns í heiminum úr svínaflensu árið 2009 en í Noregi hefur eitt barn látist úr svínaflensu nú um jólin og annað er þungt haldið á gjörgæsludeild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert