Letigarðar í Kópavog

Letigarðar hafa fengið aðstöðu á þeim stað í Kópavogi þar …
Letigarðar hafa fengið aðstöðu á þeim stað í Kópavogi þar sem gróðrastöðina Birkihlíð var áður að finna.

Áhugamannafélag um matjurtarækt í görðum við heimahús, Letigarðar, hefur fengið aðstöðu í Kópavogi. Þar verður almenningi boðið að rækta matjurtir og bjóða afurðir sínar til sölu.

Letigarðar hafa nú fengið aðstöðu að Dalvegi 32, Kópavogi, þar sem Gróðrarstöðin Birkihlíð var áður.

Garðarnir sem boðið er upp á eru ræktunarbeðin sem Gróðrarstöðin Birkihlíð bjó til og notaði undir sína ræktun í mörg ár. Boðið verður upp á garða sem eru 10, 15 og 25 fermetrar.
 
 Félagið hyggst sömuleiðis opna útimarkað með grænmeti á sama stað og geta þeir sem vilja selja grænmeti gert það þar, hvort sem það er almenningur eða garðyrkjubændur. Til stendur að opna markaðinn í byrjun júlí og hafa hann opinn þrisvar í viku: miðvikudaga, föstudaga og laugardaga frá 9:00 til 18:00. Ætlað er að markaðurinn verði opinn fram í október.
 
Einnig verður boðið upp á aðstöðu fyrir svokalla „letigarða“ en það eru vermireitir sem settir eru upp á borð. Af þeim dregur félagið einmitt nafn sitt.

Segir í fréttatilkynningu að Letigarðar séu komnir í samstarf við aðila vestanhafs og austan til að þróa þessa ræktunaraðferð. Meðal samstarfsaðila megi nefna NordGen í Noregi sem reki til dæmis stærsta fræbanka heims sem nýlega var tekinn í notkun á Svalbarða. 

mbl.is

Bloggað um fréttina