Ragnhildur skipuð ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneyti

Ragnhildur Arnljótsdóttir.
Ragnhildur Arnljótsdóttir.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hefur skipað Ragnhildi Arnljótsdóttur ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu frá 1. júní til fimm ára. Bolli Þór Bollason, sem var ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, hefur verið skipaður ráðuneytisstjóri í félags- og tryggingamálaráðuneytinu frá sama tíma.

Á heimasíðu forsætisráðuneytisins er vísað til  36. greinar laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins þar sem kveðið er á um flutning embættismanna ríkisins milli starfa.

Ragnhildur gegndi embætti ráðuneytisstjóra í félags- og tryggingamálaráðuneytinu frá árinu 2004 og var sett ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu frá 1. febrúar sl. þegar Jóhanna Sigurðardóttir tók við embætti forsætisráðherra. Á sama tíma fékk Bolli Þór Bollason tímabundið leyfi frá störfum og einnig Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins.

Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, hefur jafnframt ráðið Önnu Sigrúnu Baldursdóttur aðstoðarmann sinn. Anna Sigrún hefur starfað á Landspítalanum við fjármálráðgjöf frá árinu 2007. Áður starfaði hún við eigin rekstur á sviði heilbrigðisþjónustu, meðal annars öldrunarþjónustu.

Ragnhildur Arnljótsdóttir er fædd á Húsavík 20. júní árið 1961. Hún útskrifaðist sem lögfræðingur frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1991.  Hún starfaði áður í nefndadeild Alþingis og í heilbrigðisráðuneytinu og var fulltrúi félagsmálaráðuneytisins og heilbrigðisráðuneytisins í sendiráði Íslands í Brussel. 

Bolli Þór Bollason er fæddur í Reykjavík árið 1947. Hann lauk námi í þjóðhagfræði við háskólana í Manchester og Kaupmannahöfn. Hann var hagfræðingur á Þjóðhagsstofnun frá árinu 1975 en var skipaður skrifstofustjóri efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins árið 1987 og ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu árið 2004.

Anna Sigrún Baldursdóttir bjó í Stokkhólmi um nokkurra ára skeið og starfaði einnig þar við heilbrigðisþjónustu jafnt í einkarekstri og hjá ríkisstofnunum. Hún lauk hjúkrunarfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1995 og MBA prófi frá Háskólanum í Reykjavík árið 2007.

Bolli Þór Bollason.
Bolli Þór Bollason.
Anna Sigrún Baldursdóttir.
Anna Sigrún Baldursdóttir.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Þrír fluttir á sjúkrahús

09:36 Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys á mótum Vesturlandsvegar og Suðurlandsvegar um áttaleytið í morgun. Einn er töluvert slasaður en tveir minna. Meira »

Sóley aðstoðar Ásmund

09:25 Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur ráðið Sóleyju Ragnarsdóttur aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu. Meira »

Samstarfsnefnd um sóttvarnir fundar

09:10 Stjórnskipuð samstarfsnefnd um sóttvarnir mun funda í dag vegna jarðvegsgerla sem hafa mælst í neysluvatni í Reykjavík.  Meira »

Spurt & svarað um neysluvatn

08:21 Á vef Veitna eru birtar spurningar og svör um neysluvatn og mengun af völdum jarðvegsgerla. Það er því m.a. svarað hvort jarðvegsgerlar séu hættulegir. Meira »

Skyrið í 20 tonna útrás

08:18 Áætlanir gera ráð fyrir að í ár verði seld yfir 20 þúsund tonn eða um 120 milljón dósir af skyri víða um heim. Salan hefur aukist með hverju árinu og ýmislegt er í farvatninu, en skyr er nú markaðssett undir alþjóðlega vörumerkinu ÍSEY skyr. Meira »

Miklar tafir á umferð vegna slyss

08:17 Þrír eru slasaðir eftir tveggja bíla árekstur á mótum Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar (við golfæfingasvæðið Bása í Grafarholti). Búast má við miklum töfum á umferð. Meira »

Farþegum fjölgar en ferðavenjur eins

07:37 Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, telur samning Reykjavíkurborgar og ríkisvaldsins um árlegt eins milljarðs króna framlag ríkisins til samgöngubóta hafa verið mikilvægan. Meira »

Áform uppi um gagnaver á Grundartanga

07:57 Franskir aðilar áforma að reisa og reka gagnaver á Grundartanga, en heimild var gefin á fundi stjórnar Faxaflóahafna síðasta föstudag, að tímabundnu vilyrði fyrir skilyrtri úthlutun lóðanna Tangavegur 9 og Tangavegur 11, til byggingar og reksturs gagnavers. Meira »

Vonskuveður á leiðinni

07:21 Hríðarbakki með hvössum norðvestan vindi og jafnvel stormi allt að 18-22 m/s stefnir á Vestfirði, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni en veginum um Súðavíkurhlíð var lokað snemma í morgun. Mjög hefur snjóað þar í alla nótt. Veðrið versnar mjög um níuleytið. Meira »

Veginum lokað vegna snjóflóðahættu

05:55 Vegagerðin hefur lokað veginum um Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu. Mjög hefur snjóað fyrir vestan í nótt að sögn varðstjóra í lögreglunni á Ísafirði. Spáð er hvassri norðvestanátt með snjókomu eða éljum og erfiðum akstursskilyrðum norðvestan- og vestanlands í dag, fyrst á Vestfjörðum. Meira »

Davíð Oddsson sjötugur

05:30 Davíð Oddsson ritstjóri verður sjötugur á morgun, miðvikudaginn 17. janúar. Árvakur, útgefandi Morgunblaðsins, mbl.is og K100, mun af því tilefni halda afmælishóf honum til heiðurs í húsakynnum félagsins í Hádegismóum. Meira »

Pattstaða uppi hjá kennurum

05:30 „Það er í raun bara alger pattstaða uppi og lítið annað að frétta en það að við ætlum að funda hjá ríkissáttasemjara,“ segir Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, í samtali við Morgunblaðið. Meira »

Eiríkur situr ekki áfram

05:30 Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, ætlar ekki að sækjast eftir embættinu áfram að loknum bæjarstjórnarkosningum. Meira »

Um 43% hærri en árið 2013

05:30 Tekjur sveitarfélaganna af útsvari voru um 178 milljarðar í fyrra. Það er 10,5% aukning frá 2016 og um 43% aukning frá árinu 2013. Meira »

1% nemenda ógnar og truflar mjög

05:30 Um 1% nemenda í grunnskólum Reykjavíkur sýnir öðrum nemendum og starfsfólki skólanna ógnandi hegðun. Þau valda töluverðri truflun á skólastarfi og þau úrræði sem hingað til hafa verið reynd hafa ekki dugað sem skyldi. Meira »

Skoða næringu mæðra á meðgöngu

05:30 Næring móður á meðgöngu getur haft áhrif á framtíðarhorfur barnsins sem fullorðins einstaklings.  Meira »

Vilja bjóða nemendum aukið val

05:30 „Tillagan felur í sér að nemendum verði gefinn kostur á að taka unglingastigið, þ.e. 8. til 10. bekk, á tveimur árum kjósi þeir það.“ Meira »

Íbúar á Seltjarnarnesi sjóði neysluvatn

00:22 Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis segir að fjölgun jarðvegsgerla hafi mælst í kalda vatninu á Seltjarnarnesi eins og í sumum hverfum í Reykjavík sem fá vatn úr ákveðnum borholum í Heiðmörk. Í varúðarskyni mælir eftirlitið með því að neysluvatn á Seltjarnarnesi sé soðið fyrir viðkvæma neytendur. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Smíðum eftir máli, oftast afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Mex ehf, ...
Leikjavefurinn Snilld - www.snilld.is
www.snilld.is - Frábært úrval af leikjum á leikjavefnum Snilld. Skelltu þér in...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Eldtraustur peningaskápur til sölu.
Penigaskápur með nýum talnalás, tegund VICTOR . breidd,58cm,,hæð,99cm,,dýpt,6...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og ka...
Félagsstarf eldri borgara
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...