Milljónasvindl með litaða olíu

Í dag er aðgangur að litaðri olíu nánast óheftur.
Í dag er aðgangur að litaðri olíu nánast óheftur. mbl.is/Ómar Óskarsson

Áætlað hefur verið að ríkissjóður tapi árlega 200-250 milljónum króna af skatttekjum vegna þess að fólk dælir litaðri dísilolíu á fólksbíla, en olían er aðeins ætluð á vinnutæki.

Í dag er aðgangur að litaðri olíu nánast óheftur. Olían er seld á fjölmörgum sjálfsafgreiðslustöðvum og getur fólk notað venjulega dælulykla til að kaupa hana.

Embætti ríkisskattstjóra vill takmarka aðgang að olíunni og hefur sent tillögur þar að lútandi til fjármálaráðuneytisins, að sögn Jóhannesar Jónssonar, deildarstjóra gjaldadeildar. Samkvæmt þeim verður óheimilt að afgreiða litaða olíu á sjálfsafgreiðslustöðvum nema greitt verði með sérstöku viðskiptakorti. Þeir einir geti haft slíkt kort undir höndum, sem hafi heimild til að nota olíuna.

Ríkisskattstjóri kallaði eftir gögnum frá olíufélögunum fyrir árið 2008. Það ár voru 7 milljón lítrar seldir á sjálfsafgreiðslustöðvum í u.þ.b. 97 þúsund afgreiðslum. Í 81% tilvika var dælt innan við 100 lítrum, sem er langtum minna en geymar vinnuvéla taka allajafna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert