Unnið að breytingum fyrirvara

Icesave logo landsbankans
Icesave logo landsbankans mbl.is

Lögfræðinganefndin var kölluð saman á ný síðdegis til að fara yfir tillögur að breytingum þeim fyrirvörum sem fyrirhugað er að leggja fyrir við Icesave frumvarpið.

Lögfræðinganefndin, undir stjórn Eiríks Tómassonar prófessors, setti saman tillögurnar um fyrirvara vegna ríkisábyrgðarinnar að ósk fjárlaganefndar í gær.

Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar hefur sagt fyrirvarana sem birtust í fjölmiðlum í dag, hafa verulegt vægi, bæði efnahagslega og lagalega.

Fundað hefur verið um fyrirvarana í fjárlaganefnd Alþingis í dag en nefndin fundaði um til klukkan 1:30 í nótt og var það fimmti fundur hennar í gær.

Guðbjartur sagði í gær stefnt að því að ná breiðri samstöðu um afgreiðslu álitsins úr nefndinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina