Auglýsa póker á Ísöld 3

Úr Ísöldinni.
Úr Ísöldinni.

„Vip foreldrarnir í salnum vissum ekki hvaðan á okkur stóð veðrið og áttuðum okkur engan veginn á hvaða erindi auglýsing um pókermót og pókervef ætti við aldurshópinn, sem fer að sjá Ísöld 3,“ segir faðir sem fór með börn sín, fjögurra og átta ára, í bíó í Smárabíói um helgina.

Á undan teiknimyndinni var m.a. auglýst vefsíðan Pokerstars.com þar sem hægt er að leika fjárhættuspil og taka þátt í pókermótum. „Þarna var verið að auglýsa starfsemi sem er ekki lögleg á Íslandi. Jafnvel þótt hún væri lögleg væri ekki forsvaranlegt að auglýsa hana á undan barnamyndum.“

Þarf skýrari lagaramma

„Við höfum ekki fengið neinar kvartanir yfir þessu,“ segir Björn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Senu sem rekur Smárabíó. Hann segir auglýsingar sem eru ógnvekjandi eða gera út á nekt ekki sýndar á barnasýningum en téð auglýsing hafi ekki þótt til þess fallin að særa blygðunarkennd fólks. Berist kvartanir segir Björn að athugað verði að taka hana úr umferð á Ísöld 3.

„Sé verið að auglýsa á svona barnasýningum ætlar maður að það sé gert með smekklegum hætti,“ segir Magnús Bjarni Baldursson, formaður Sambands íslenskra auglýsingastofa (SÍA), en hann tekur ekki afstöðu til pókerauglýsinga eða þessa tiltekna máls. Í siðareglum SÍA segir að ekki skuli notfæra sér trúgirni barna og unglinga. Finnist foreldrum brotið gegn þessu geta þeir borið málið undir siðanefnd um auglýsingar sem framfylgja á siðareglum SÍA. „Ef fólki þykir ástæða til þá er það hinn rétti vettvangur.“ Auglýsingum um fjárhættuspil þurfi að búa skýrara lagaumhverfi. „Á meðan lagaramminn er ekki skýr er sú hætta fyrir hendi að farið verði framhjá reglum,“ segir Magnús og kveður SÍA fylgjandi því að löggjafinn taki af skarið og eyði lagaóvissu um auglýsingar á fjárhættuspilum. skulias@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »