Rútuferðum frestað til morguns

Fyrirtækið Bílar og fólk hefur frestað öllum fyrirhuguðum áætlunarferðum, sem fara átti síðdegis, til morguns.

Áætlunarferðunum sem fyrirhugaðar voru frá Reykjavík til Akureyrar og frá Akureyri til Reykjavíkur kl. 17 hefur verið frestað til morguns og eru fyrirhugaðar brottfarir kl. 8:30.

Einnig hefur ferðum til og frá Snæfellsnesi verið frestað og verður farið frá Reykjavík kl. 8:30 og frá Hellissandi kl. 13 og frá Stykkishólmi kl. 13:35 á morgun.

Farið verður frá Reykjavík í Búðardal og Dali kl. 8:30 í fyrramálið og einnig á Strandir til Hólmavíkur.

Áætlunarferðunum sem áttu að fara frá Reykjavík á Hvolsvöll kl. 17 og frá Hvolsvelli til Reykjavíkur kl. 17 hefur einnig verið frestað og verður farið frá Reykjavík kl. 8:30 í fyrramálið og frá Hvolsvelli kl. 11.

mbl.is