Engar samræmdar viðmiðunarreglur hjá bönkunum

Alþingi.
Alþingi. mbl.is/Heiðar

Tími er kominn til að teknar verði pólitískar ákvarðanir um hvernig beri að reisa atvinnulífið við. Sá lagarammi sem Alþingi hefur skapað utan um fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja tekur ekki nægilega á ýmsum álitamálum. Þetta sagði Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna, við utandagskrárumræðu á Alþingi í dag.

Umræðan var um fjárhagslega endurskipulagningu lífvænlegra fyrirtækja og málshefjandi var Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Hann sagði m.a. að enga samræmingu mætti finna í verkferlum bankanna. Þeir séu mislangt komnir í vinnu sinni við verklagsreglur líkt og sjá megi á því í fjölmiðlum að fyrirtæki fá mismunandi meðferð. Hann spurði fjármálaráðherra hvort bankarnir störfuðu ekki eftir þeim markmiðum sem sett eru fram í eigendastefnu bankanna, þ.e. að gæta þurfi jafnræðis, gagnsæis og réttlætis.

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, hvatti þingmenn til að sækja bankana heim og fá hjá þeim kynningu á verkferlum. Einnig að bankasýslan færi með eigendavald yfir bönkunum og sæi til þess að eigendastefnan væri virt. Þar hefði ríkið sett sér skýr viðmið, líkt og gagnsæi og að skilvirkir ferlar séu til staðar.

Ekki má gleyma sér í bölmóði

Magnús Orri Schram, varaformaður viðskiptanefndar Alþingis, sagði ástandið ekki jafn slæmt og menn héldu að það yrði. Gjaldþrot ekki jafn tíð og atvinnuleysi ekki jafn mikið. Þá blómstri ferðaþjónustan og útlitið sé gott í sjávarútvegi. Hann skoraði á þingmenn að gleyma sér ekki í bölmóði, þó svo að það kunni að henta betur í pólitískum skylmingum. Trú á bjartari tíð geti komið þjóðinni langt.

Lilja Mósesdóttir, formaður viðskiptanefndar, sagði hins vegar að mikilvægar ákvarðanir þurfi að taka og gera þurfi kröfu til þess að bankarnir setji sér strangar siðareglur, ekki síst um hæfi starfsfólks. Hún sagði spurningarnar helst þær, hvort tryggja eigi dreifða eignaraðild, eða sömu stjórnendur eigi að stýra fyrirtækjum eftir endurskipulagningu. Þá sagði hún að bankarnir mættu ekki skekkja samkeppni. Meiri líkur séu á því að þeir telji stærri fyrirtæki lífvænleg fremur en minni.

Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokks, sagði forgangsmála að byggja upp traust. Hann tiltók að á fundi viðskiptanefndar nýverið hefði verið upplýst að bankarnir hafi ekki samræmdar viðmiðunarreglur um hvernig taka beri á vanda fyrirtækja. hann sagði fólk kalla eftir því að fyrirtæki sitji við sama borð og því sé eðlilegt að spyrja hvers vegna verklagsreglur séu ekki samræmdar.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Skoða mál stúlku sem skilin var eftir

Í gær, 21:46 Strætó skoðar nú mál þar sem stúlka sem á við þroskahömlun að stríða var skilin ein eftir á röngum áfangastað. Ljóst er að pöntunin sem móðir stúlkunnar sendi inn var hárrétt en rangt skráð inn í kerfið af starfsmanni Strætó. Meira »

Geimfaraþjálfun á Húsavík

Í gær, 21:44 Samstarfssamningur var í morgun undirritaður milli fulltrúa Könnunarsafnsins á Húsavík, ICEXtech á Húsavík og hins finnska fyrirtækis Space Nation um undirbúning geimfaraþjálfunar á Íslandi fyrir nema á vegum Space Nation. Meira »

„Of margir stormar á þessu ári“

Í gær, 21:36 „Það hafa verið of margir stormar á þessu ári, þannig að það hljóta að hafa losnað skrúfur því neðri hlutinn losnaði,“ segir Klaus Ortlieb, einn eigenda Hlemmur Square, um skiltið sem hangir á bláþræði á húsinu. Hann óttaðist um öryggi vegfarenda og hafði því samband við lögreglu og björgunarsveit. Meira »

Stórt skilti hangir á bláþræði

Í gær, 21:01 Lögreglan og björgunarsveit voru kölluð að hótelinu Hlemmur Square fyrr í kvöld vegna þess að stórt skilti hangir á bláþræði framan á húsinu í óveðrinu sem núna gengur yfir höfuðborgarsvæðið. Meira »

Mikið um vatnsleka vegna veðurs

Í gær, 20:31 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu á í nógu að snúast með að sinna útköllum vegna vatnstjóns. Mikil úrkoma og klaki yfir niðurföllum veldur því að mikill vatnsflaumur hefur myndast víða. Meira »

Lífið er íslenskur saltfiskur

Í gær, 20:07 Matreiðslumeistararnir Guillem Rofes, Jordi Asensio og Francisco Diago Curto frá Barcelona urðu hlutskarpastir í keppninni Islandia al Plat, sem Íslandsstofa hélt þar í borg í tengslum við kynningu á íslenskum saltfiski í haust sem leið. Meira »

Hönnunarverkfræðingur gerðist jógakennari

Í gær, 19:19 Sæunn Rut Sævarsdóttir býr ásamt breskum kærasta sínum í litlum bæ rétt utan við Oxford í Bretlandi. Þar kennir hún jóga en hún á að baki jógakennaranám í Vinyasa Flow frá Yoga London. Að kenna jóga var þó ekki alltaf ætlunin en ýmislegt æxlaðist öðruvísi en til stóð í upphafi. Meira »

Bragi sóttist sjálfur eftir breytingu

Í gær, 20:00 Ársleyfi Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, frá stofnuninni tengist ekki kvörtunum frá barna­vernd­ar­nefnd­um höfuðborg­ar­svæðis­ins í hans garð. Hann sóttist sjálfur eftir breytingu í starfi. Meira »

Segir þjónustu við vogunarsjóði í 1. sæti

Í gær, 19:09 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að þjónusta við vogunarsjóði sé sett í 1. sæti hjá íslenskum stjórnvöldum. Meira »

Þungar og óviðunandi vikur

Í gær, 18:49 „Síðustu vikur hafa verið þungar undir fæti hjá okkur og óviðunandi á stundum,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í vikulegum forstjórapistli sínum. Meira »

Sjúkratryggingar segja ekki upp samningum

Í gær, 18:24 Sjúkratryggingar Íslands ætla ekki að segja upp rammasamningum við sérgreinalækna og sjúkraþjálfara þar til velferðarráðuneytið hefur tekið afstöðu til tillagna um nauðsynlegar aðhaldsaðgerðir. Þetta er gert að beiðni Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Meira »

Fann 400 kannabisplöntur í Kópavogi

Í gær, 18:22 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur að undanförnu stöðvað kannabisræktun á nokkrum stöðum í umdæminu, en í þeirri stærstu var lagt hald á nærri 400 kannabisplöntur. Meira »

Svandís tekur við málum af Guðmundi

Í gær, 18:13 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að bera það upp við forseta Íslands að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra taki við fjórum málum af Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra. Meira »

Tekur yfir eignir United Silicon

Í gær, 17:29 Samkomulag hefur náðst á milli skiptastjóra þrotabús United Silicon og Arion banka um að bankinn fái að ganga að sínum veðum og taka yfir allar helstu eignir félagsins. Meira »

Vindorkuver rísi ekki á verndarsvæðum

Í gær, 16:40 Ekki á að reisa vindorkuvirkjanir á verndarsvæðum eða öðrum sambærilegum svæðum, jafnvel þó að þau njóti ekki verndar samkvæmt lögum. Þetta er mat Landverndar sem telur raunar þörfina fyrir vindorkuvirkjanir ekki vera jafnaðkallandi á Íslandi og víða annars staðar. Meira »

Gylfi áfram í peningastefnunefnd

Í gær, 17:57 Forsætisráðherra hefur endurskipað dr. Gylfa Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, fulltrúa í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands samkvæmt ákvæði í lögum nr. 36/2001, um Seðlabanka Íslands. Meira »

Sendibíll valt á Breiðholtsbraut

Í gær, 17:19 Sendibíll valt á Breiðholtsbraut fyrir skömmu. Ljósmyndari mbl.is var á ferðinni en ekki var lokað fyrir umferð vegna óhappsins. Bifreiðin liggur á hliðinni á umferðareyju. Meira »

Andlát: Ólöf Pálsdóttir myndhöggvari

Í gær, 16:32 Ólöf Pálsdóttir myndhöggvari, heiðursfélagi í Konunglega breska myndhöggvarafélaginu, lést síðastliðinn miðvikudag, 21. febrúar, 97 ára að aldri. Meira »
"Lítil" og gömul ritvél með @ óskast
Áttu svoleiðis vél í dóti sem er í góðu lagi? Sendu mér þá tölvupóst á: hagbokh...
Egat-Luxe Ferðanuddstóll fyrir nuddara,Tilvalið í Vinnustaðanudd
Egat-Luxe Ferðanuddstóll fyrir nuddara,Tilvalið í Vinnustaðanudd - Borgar stólin...
 
Aðalfundur heimssýnar
Fundir - mannfagnaðir
???????? ??????? ???????????????? ? ???...
L helgafell 6018022119 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...