Farsælast að Icesave-deilan fari fyrir dóm

Alain Lipietz, þingmaður Evrópuþingsins og einn af höfundum tilskipunar Evrópusambandsins (ESB) um innistæðutryggingar, segir að málstaður Breta og Hollendinga í Icesave-málinu eigi ekki við gild lagarök að styðjast.

Þjóðirnar beiti Íslendinga fjárkúgun til að fá sitt fram og hneppi þá í skuldafangelsi um ókomna tíð.

Lipietz segist í viðtali við Morgunblaðið í dag þess fullviss að farsælast sé fyrir Íslendinga að leiða deiluna fyrir dómstóla. Í tilskipuninni sé skýrt kveðið á um að ábyrgð á að tryggja innistæður hvíli á heimaríki innistæðueigenda og Íslendingum beri því ekki að bæta tjón Breta og Hollendinga. Hvert ríki eigi samkvæmt tilskipuninni að bæta tjón sinna heimamanna.

Hann segist ekki í neinum vafa um að niðurstaða í slíku máli yrði Íslendingum langtum hagstæðari en núgildandi samningar og Bretar og Hollendingar myndu deila tjóni þjóðanna vegna Icesave.

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir álit Lipietz litlu breyta.

Sjá nánari umfjöllun um þetta mál og álit Lipietz í Morgunblaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert